Viðskipti erlent

Uber notar leyniforrit til að komast undan stjórnvöldum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtækisins.
Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtækisins. Vísir/Getty
Bandaríska leigubílaþjónustan Uber hefur nýtt sér leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem vilja koma böndum á starfsemi fyrirtækisins.

Þetta kemur fram á vef New York Times þar sem fjórir fyrrverandi og núverandi starfsmenn skutlþjónustunnar stíga fram með gögn sem sýna fram á tilvist forritsins, sem nefnist Greyball.

Forritið gerir Uber kleyft að fylgjast með notendum smáforrits fyrirtækisins sem notað er til þess að panta skutl. Með því að safna saman upplýsingum um ferðir og greiðslukortagögnum gat fyrirtækið ákvarðað hvort að einstakir notendur væri á vegum yfirvalda og líklegir til þess að vera að safna upplýsingum um fyrirtækið.

Með því gat Uber hætt við að senda bíla til þessara einstaklinga. Í umfjöllun New York Times er vitnað í dæmi frá Portland í Bandaríkjunum. Uber haslaði sér völl þar áður en fyrirtækið fékk tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum.

Þar reyndu yfirvöld að safna saman gögnum um Uber, meðal annars með því að nota þjónustu fyrirtækisins. Með hjálp Greyball gat Uber þó áttað sig á því hvaða notendur væru á vegum yfirvalda í Portland og komið í veg fyrir að þeir gætu pantað sér skutl.

Í umfjöllun New York Times segir að Greyball sé í notkun hjá Uber víðsvegar um heiminn, allt frá Bandaríkjunum til Kína. Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtæksins.

Sjá má umfjöllun New York Times hér.


Tengdar fréttir

Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi

541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber.

Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni

Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×