Uber notar leyniforrit til að komast undan stjórnvöldum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 11:30 Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtækisins. Vísir/Getty Bandaríska leigubílaþjónustan Uber hefur nýtt sér leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem vilja koma böndum á starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef New York Times þar sem fjórir fyrrverandi og núverandi starfsmenn skutlþjónustunnar stíga fram með gögn sem sýna fram á tilvist forritsins, sem nefnist Greyball. Forritið gerir Uber kleyft að fylgjast með notendum smáforrits fyrirtækisins sem notað er til þess að panta skutl. Með því að safna saman upplýsingum um ferðir og greiðslukortagögnum gat fyrirtækið ákvarðað hvort að einstakir notendur væri á vegum yfirvalda og líklegir til þess að vera að safna upplýsingum um fyrirtækið. Með því gat Uber hætt við að senda bíla til þessara einstaklinga. Í umfjöllun New York Times er vitnað í dæmi frá Portland í Bandaríkjunum. Uber haslaði sér völl þar áður en fyrirtækið fékk tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum. Þar reyndu yfirvöld að safna saman gögnum um Uber, meðal annars með því að nota þjónustu fyrirtækisins. Með hjálp Greyball gat Uber þó áttað sig á því hvaða notendur væru á vegum yfirvalda í Portland og komið í veg fyrir að þeir gætu pantað sér skutl. Í umfjöllun New York Times segir að Greyball sé í notkun hjá Uber víðsvegar um heiminn, allt frá Bandaríkjunum til Kína. Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtæksins.Sjá má umfjöllun New York Times hér. Tengdar fréttir Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. 20. febrúar 2017 12:41 Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. 21. febrúar 2017 22:00 Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Forstjóri Uber hættir í ráðgjafaráði Trump Fólk var hvatt til að sniðganga fyrirtækið eftir innflytjendatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 2. febrúar 2017 22:39 Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum. 28. desember 2016 06:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Sjá meira
Bandaríska leigubílaþjónustan Uber hefur nýtt sér leynilegt forrit til þess að komast undan stjórnvöldum sem vilja koma böndum á starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef New York Times þar sem fjórir fyrrverandi og núverandi starfsmenn skutlþjónustunnar stíga fram með gögn sem sýna fram á tilvist forritsins, sem nefnist Greyball. Forritið gerir Uber kleyft að fylgjast með notendum smáforrits fyrirtækisins sem notað er til þess að panta skutl. Með því að safna saman upplýsingum um ferðir og greiðslukortagögnum gat fyrirtækið ákvarðað hvort að einstakir notendur væri á vegum yfirvalda og líklegir til þess að vera að safna upplýsingum um fyrirtækið. Með því gat Uber hætt við að senda bíla til þessara einstaklinga. Í umfjöllun New York Times er vitnað í dæmi frá Portland í Bandaríkjunum. Uber haslaði sér völl þar áður en fyrirtækið fékk tilskilin leyfi frá borgaryfirvöldum. Þar reyndu yfirvöld að safna saman gögnum um Uber, meðal annars með því að nota þjónustu fyrirtækisins. Með hjálp Greyball gat Uber þó áttað sig á því hvaða notendur væru á vegum yfirvalda í Portland og komið í veg fyrir að þeir gætu pantað sér skutl. Í umfjöllun New York Times segir að Greyball sé í notkun hjá Uber víðsvegar um heiminn, allt frá Bandaríkjunum til Kína. Uber segir í yfirlýsingu að forritið sé notað til þess að sigta út þá sem brjóti á notkunarskilmálum fyrirtæksins.Sjá má umfjöllun New York Times hér.
Tengdar fréttir Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. 20. febrúar 2017 12:41 Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. 21. febrúar 2017 22:00 Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00 Forstjóri Uber hættir í ráðgjafaráði Trump Fólk var hvatt til að sniðganga fyrirtækið eftir innflytjendatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 2. febrúar 2017 22:39 Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum. 28. desember 2016 06:00 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Sjá meira
Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. 20. febrúar 2017 12:41
Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. 21. febrúar 2017 22:00
Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi 541 leigubílaleyfi er virkt í ár en þau voru 537 árið 2008. Leyfum hefur því ekki fjölgað þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum. Gefa þyrfti starfsemina frjálsa ef leyfum ætti að fjölga. Það myndi opna á komu Uber. 27. desember 2016 07:00
Forstjóri Uber hættir í ráðgjafaráði Trump Fólk var hvatt til að sniðganga fyrirtækið eftir innflytjendatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 2. febrúar 2017 22:39
Vilja koma með Uber til Íslands í framtíðinni Vilji er til þess að reka starfsemi Uber í Reykjavík í framtíðinni. Formlegt ferli til þess að koma starfseminni upp er ekki hafið. Erfitt væri að fá leyfi fyrir starfseminni samkvæmt lögum. 28. desember 2016 06:00