Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 12:16 Hildur og Frosti Logason. Vísir/Stefán Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“ Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira