Þetta varð ljóst eftir að atkvæði bárust í þætti kvöldsins, en fjögur undanúrslitakvöld voru haldin og var þátturinn í kvöld fyrir lög sem fengu annað tækifæri til þess að komast í úrslitakeppnina, sem er næsta laugardagskvöld.
Þeirra á meðal var Loreen og þegar talning atkvæða var lokið var ljóst að hennar lag var ekki á meðal þeirra laga sem keppa munu til úrslita í Melodifestivalen næsta laugardagskvöld.
Þess í stað komst söngvarinn Anton Hagman áfram með lag sitt Kiss you Goodbye en lag Loreen, ásamt lag Hagman, má sjá hér að neðan.