Mismundandi andstæðingar gera mótið mjög skemmtilegt í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Hallbera Guðný Gísladóttir í leiknum á móti Japan. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Leik lokið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður aftur í sviðsljósinu á Algarve-mótinu í dag þegar stelpurnar okkar mæta Spánverjum í lokaleik sínum í riðlinum. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 14.45 að íslenskum tíma. Ísland hefur eitt stig í riðlinum en er að fara að mæta liði Spánverja sem hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Spánn vann meðal annars 3-0 sigur á Noregi í síðasta leik og það þrátt fyrir að spila manni færri í heilan hálfleik. „Ég mun gera einhverjar breytingar. Nú fengum við reyndar tvo daga í hvíld og það munar um það. Ég geri breytingar á liðinu en verð samt með eins sterkt lið og við mögulega getum,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins. „Við erum að leita eftir svörum og reyna að bæta okkur. Við viljum líka forðast meiðsli. Við getum ekki forðast svona slys eins og varð í fyrsta leiknum en við getum forðast það að lenda í vöðvatognunum. Við erum líka að hugsa um það að við erum bara á miðju undirbúningstímabili heima á Íslandi,“ sagði Freyr. Spænska liðið hefur sýnt það í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer lið sem getur gert flotta hluti á Evrópumótinu í sumar. „Þær eru með hrikalega gott sendingalið en það verður mjög gaman að fá að spila við Spánverjana og sjá hvernig þær henta okkur. Þetta er mjög skemmtilegt mót í ár út frá mismundandi andstæðingum,“ sagði Freyr. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Noreg í leik sem Freyr lýsti sem stríðsleik með endalaust af návígum. Liðið tapaði síðan fyrir Japan á föstudaginn þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn hundraðasta landsleik. „Þetta er í tíunda skiptið sem ég er á Algarve. Þetta mót er alltaf góður undirbúningur fyrir okkur, bæði fyrir komandi stórmót en líka til að sjá hvar leikmenn eru staddir og hvernig við erum að spila á móti þessum stórþjóðum sem eru á þessu móti,“ segir Sara Björk og bætti við. „Það er stórt ár fram undan og allar eru að æfa rosalega vel. Það vilja líka allar sýna sig og sanna sig. Freyr gefur öllum tækifæri til þess. Þetta er samt bara undirbúningur fyrir EM en allt sem skiptir máli verður á EM,“ sagði Sara.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Tengdar fréttir Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34 Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45 Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00 Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Leik lokið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Leik lokið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Sjá meira
Freyr um Söru Björk: Getur náð 200 landsleikjum Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag yngsti landsliðsleikmaður Ísland í fótbolta frá upphafi sem nær að spila hundrað A-landsleiki. 3. mars 2017 18:34
Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Ísland tapaði fyrir Japan á öðrum leik sínum á Algarve-mótinu. Japan skoraði tvívegis á fyrsta stundarfjórðungnum sem gerði út um leikinn. 3. mars 2017 16:45
Einstakur íþróttamaður sem hugsar ótrúlega vel um sig Sara Björk Gunnarsdóttir varð í gær sú langyngsta sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Landsliðsþjálfarinn sér hana alveg fyrir sér spila tvö hundruð landsleiki og hún sjálf segist eiga nóg eftir. 4. mars 2017 07:00
Freyr: Höfum ekki mikinn tíma til að velta þessu fyrir okkur Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-0 á móti sterku liði Japans á Algarve-mótinu í dag en íslenska liðið náði að vinna sig út úr mjög erfiðri byrjun á leiknum þar sem stefndi í stórtap. 3. mars 2017 17:49
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn