Fær tískuinnblástur frá David Bowie, Grace Jones og Annie Lennox Guðný Hrönn skrifar 7. mars 2017 10:15 Svala var hvítklædd á laugardaginn. Mynd/Mummi Lú Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“ Eurovision Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“
Eurovision Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning á ísraelska atriðinu Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira