Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 14:33 Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. „Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.” Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
„Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.”
Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira