Birta gögn sem eiga að sýna hvernig CIA hakkaði sig inn í síma, tölvur og sjónvörp Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 19:30 CIA á að hafa hlerað almenning í gegnum iPhone, Android og Samsung-sjónvörp. Vísir/EPA Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira