Styttunni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra en fyrirtækið segist ekki vilja eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem engar konur sitja í stjórn.
Styttan birtist í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem haldinn er hátíðlegur um heim allan í dag. Búist er við því að hún fái að standa í einn mánuð.

Styttan heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“