Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2017 08:51 Óhrædda stúlkan er stytta eftir listakonuna Kristen Visbal. Vísir/EPA State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu heimsfræga nauti Wall Street í New York. Styttunni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra en fyrirtækið segist ekki vilja eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem engar konur sitja í stjórn. Styttan birtist í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem haldinn er hátíðlegur um heim allan í dag. Búist er við því að hún fái að standa í einn mánuð.Hið fræga naut Wall Street.Vísir/GettyStyttunni var komið fyrir í skjóli nætur og rímar það við andstæðing hennar. Listamaðurinn Arturo Di Modica kom styttunni af nautinu fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það að vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987. Styttan heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu heimsfræga nauti Wall Street í New York. Styttunni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra en fyrirtækið segist ekki vilja eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem engar konur sitja í stjórn. Styttan birtist í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem haldinn er hátíðlegur um heim allan í dag. Búist er við því að hún fái að standa í einn mánuð.Hið fræga naut Wall Street.Vísir/GettyStyttunni var komið fyrir í skjóli nætur og rímar það við andstæðing hennar. Listamaðurinn Arturo Di Modica kom styttunni af nautinu fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það að vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987. Styttan heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira