Gagnrýna niðurskurð á samgönguáætlun: „Þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2017 12:00 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir meðal annars nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á Dettifossvegi. vísir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir en í gær sendu samtökin frá sér nokkuð harðorða yfirlýsingu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð á samgönguáætlun. Í yfirlýsingunni er því velt upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar þar sem skammtímagróði ræður för en ekki sé horft til framtíðar. „Rétt er að benda á að gangi áætlanir eftir hvað varðar gjaldeyrissköpun ferðaþjónustunnar á þessu ári má ætla að nýjar tekjur ríkisins af greininni muni nema um 20 milljörðum kr. á árinu. Þannig munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni í heild sinni fara úr 70 milljörðum í 90 milljarða á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni.Samgöngur lífæð ferðaþjónustunnar Helga segir að ef menn ætli að tryggja verðmætasköpun til lengri tíma þá þurfi að byggja upp innviði, hvort sem um sé að ræða samgöngur eða aðra innviði. „Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar og undirstaða hagsældar okkar allra. Við teljum með ólíkindum að það sé enn og aftur verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. Þetta er lífæð ferðaþjónustunnar vegna þess að við þurfum að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og það allan ársins hring og þá þurfa vegir að vera greiðfærir allt árið,“ segir Helga í samtali við Vísi og bætir við að svæðin úti á landi eigi því mikið undir því hvað varðar dreifingu og álagsstýringu. Úrbætur í samgöngumálum séu þar lykilatriði. Þá bendir Helga jafnframt á að undanfarin ár hafi ekki verið sett nægt fjármagn í að viðhalda vegum landsins svo vegakerfið sé í raun að grotna niður.Uppbygging innviða í ferðaþjónustunni nýtist öllum í landinu „Ef menn ætla að tryggja hagsæld til framtíðar þá þarf að byggja upp hvort sem það eru samgöngur eða aðrir innviðir þá þýðir ekki að láta stundargróða ráða för. Ríkið hefur haft miklar tekjur í formi skatta og þjónustugjalda af ferðaþjónustunni undanfarin ár. Ef menn ætla hins vegar ekki að byggja upp og tryggja þannig þau gæði og grunn sem er nauðsynlegur til framtíðar þá geta menn ekki vænst verðmætasköpunar og þannig velferðar fyrir okkur öll til lengri tíma. Þess vegna veltir maður því upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar,“ segir Helga. Hún bendir einnig á að ferðaþjónustan eigi það sameiginlegt með almenningi í landinu að innviðauppbyggingin til handa ferðaþjónustunni nýtist öllum sem hér búa. „Þetta er bara orðið þannig að þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins og við erum jú öll að fara um þjóðveginn. Við eigum því öll mikið undir því að samgöngukerfið verði bætt; heimamenn, innlendir ferðamenn sem og erlendir gestir.“Nauðsynlegt að fara strax í úrbætur á Dettifossvegi og á veginum um Berufjörð Mikið hefur verið rætt um nauðsynlegar úrbætur sem gera þarf á tveimur vegum þar sem fjöldi ferðamanna fer um ár hvert, annars vegar á Dettifossvegi og hins vegar á veginum um Berufjörð sem er ómalbikaður og er hluti af hringveginum. Helga segir nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á báðum þessum vegum og hafa samtökin ítrekað kallað eftir þeim. „Til dæmis með Dettifossveg þá hefur þar orðið meiri meðaltalsaukning umferðar en annars staðar á landinu síðustu misseri. Við eigum sannarlega segla á þessu svæði eins og Dettifoss og Ásbyrgi. Hringakstur um svæðið þarf að vera greiðfær allt árið um kring en þannig náum við þeirri dreifingu og álagsstýringu sem er svo eftirsótt, rétt eins og annars staðar um landið.“ Helga nefnir einnig veginn um Berufjörð og Uxahryggjaveg frá Borgarfirði yfir á Þingvelli. „Þessar samgöngubætur nýtast til að dreifa álagi og því er þessi niðurskurður gríðarlega mikil vonbrigði. Þessa innviði verður að byggja upp til að tryggja þau gæði og þann grunn sem nauðsynlegur er til að byggja á til framtíðar. Við skulum ekki gleyma því að verðmætasköpun er grunnur hagsældar og þannig velferðar allra landsmanna.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það með ólíkindum að enn og aftur sé verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir en í gær sendu samtökin frá sér nokkuð harðorða yfirlýsingu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með boðaðan niðurskurð á samgönguáætlun. Í yfirlýsingunni er því velt upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar þar sem skammtímagróði ræður för en ekki sé horft til framtíðar. „Rétt er að benda á að gangi áætlanir eftir hvað varðar gjaldeyrissköpun ferðaþjónustunnar á þessu ári má ætla að nýjar tekjur ríkisins af greininni muni nema um 20 milljörðum kr. á árinu. Þannig munu þjónustu- og skatttekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni í heild sinni fara úr 70 milljörðum í 90 milljarða á þessu ári,“ segir í yfirlýsingunni.Samgöngur lífæð ferðaþjónustunnar Helga segir að ef menn ætli að tryggja verðmætasköpun til lengri tíma þá þurfi að byggja upp innviði, hvort sem um sé að ræða samgöngur eða aðra innviði. „Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar og undirstaða hagsældar okkar allra. Við teljum með ólíkindum að það sé enn og aftur verið að ýta út af borðinu nauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem ferðaþjónustan hefur ítrekað kallað eftir. Þetta er lífæð ferðaþjónustunnar vegna þess að við þurfum að fá ferðamenn til að fara víðar um landið og það allan ársins hring og þá þurfa vegir að vera greiðfærir allt árið,“ segir Helga í samtali við Vísi og bætir við að svæðin úti á landi eigi því mikið undir því hvað varðar dreifingu og álagsstýringu. Úrbætur í samgöngumálum séu þar lykilatriði. Þá bendir Helga jafnframt á að undanfarin ár hafi ekki verið sett nægt fjármagn í að viðhalda vegum landsins svo vegakerfið sé í raun að grotna niður.Uppbygging innviða í ferðaþjónustunni nýtist öllum í landinu „Ef menn ætla að tryggja hagsæld til framtíðar þá þarf að byggja upp hvort sem það eru samgöngur eða aðrir innviðir þá þýðir ekki að láta stundargróða ráða för. Ríkið hefur haft miklar tekjur í formi skatta og þjónustugjalda af ferðaþjónustunni undanfarin ár. Ef menn ætla hins vegar ekki að byggja upp og tryggja þannig þau gæði og grunn sem er nauðsynlegur til framtíðar þá geta menn ekki vænst verðmætasköpunar og þannig velferðar fyrir okkur öll til lengri tíma. Þess vegna veltir maður því upp hvort að íslenska ríkið sé helsti gullgrafari ferðaþjónustunnar,“ segir Helga. Hún bendir einnig á að ferðaþjónustan eigi það sameiginlegt með almenningi í landinu að innviðauppbyggingin til handa ferðaþjónustunni nýtist öllum sem hér búa. „Þetta er bara orðið þannig að þjóðvegurinn er hættulegasti ferðamannastaður landsins og við erum jú öll að fara um þjóðveginn. Við eigum því öll mikið undir því að samgöngukerfið verði bætt; heimamenn, innlendir ferðamenn sem og erlendir gestir.“Nauðsynlegt að fara strax í úrbætur á Dettifossvegi og á veginum um Berufjörð Mikið hefur verið rætt um nauðsynlegar úrbætur sem gera þarf á tveimur vegum þar sem fjöldi ferðamanna fer um ár hvert, annars vegar á Dettifossvegi og hins vegar á veginum um Berufjörð sem er ómalbikaður og er hluti af hringveginum. Helga segir nauðsynlegt að ráðast í úrbætur á báðum þessum vegum og hafa samtökin ítrekað kallað eftir þeim. „Til dæmis með Dettifossveg þá hefur þar orðið meiri meðaltalsaukning umferðar en annars staðar á landinu síðustu misseri. Við eigum sannarlega segla á þessu svæði eins og Dettifoss og Ásbyrgi. Hringakstur um svæðið þarf að vera greiðfær allt árið um kring en þannig náum við þeirri dreifingu og álagsstýringu sem er svo eftirsótt, rétt eins og annars staðar um landið.“ Helga nefnir einnig veginn um Berufjörð og Uxahryggjaveg frá Borgarfirði yfir á Þingvelli. „Þessar samgöngubætur nýtast til að dreifa álagi og því er þessi niðurskurður gríðarlega mikil vonbrigði. Þessa innviði verður að byggja upp til að tryggja þau gæði og þann grunn sem nauðsynlegur er til að byggja á til framtíðar. Við skulum ekki gleyma því að verðmætasköpun er grunnur hagsældar og þannig velferðar allra landsmanna.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37