Viðskipti erlent

Snap hefur sölu á Spectacles

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Spectacles frá Snap.
Spectacles frá Snap. Mynd/Snap
Bandaríska fyrirtækið Snap, framleiðandi samfélagsmiðilsins Snapchat, hóf í gær sölu á vöru sinni Spectacles á netinu. Spectacles eru gleraugu sem tengjast snjallsíma með Bluetooth og taka myndbönd sem síðan er hlaðið upp á Snapchat-aðgang notandans.

Hingað til höfðu gleraugun eingöngu verið fáanleg í sjálfsölum sem sprottið höfðu upp á handahófskenndum stöðum í Bandaríkjunum. Við slíka sjálfsala mynduðust langar raðir þeirra sem spenntir voru fyrir gleraugunum. Nú eru þau fáanleg í vefverslun Snap, þó eingöngu í Bandaríkjunum.

„Viðbrögðin hafa verið jákvæð og það gleður okkur að geta gert Spectacles aðgengilegri, sérstaklega þar sem fjölmargir Bandaríkjamenn hafa ekki komist í sjálfsala,“ segir talsmaður Snap við The Wall Street Journal. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×