Erlent vinnuafl býr á dvalarheimili aldraðra Svavar Hávarðsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Markmiðið er að allt að áttatíu manns geti leigt í húsnæðinu. vísir/vilhelm Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira