Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 23:30 Togari að veiðum. Vísir/AFP Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Þetta kom fram í máli sérfræðinga á ráðstefnu vísindamanna í Boston í liðinni viku. Vöruðu þeir við því að afleiðingarnar af slíkum átökum gætu orðið geigvænlegar. Ljóst er að fiskitegundir hafa í auknum mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita og telja sérfræðingarnir að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu. Vöruðu þeir einnig við að með risi þjóðernisstefnu í heiminum gætu ríki í auknum mæli farið að berjast um aflann. Tók Michael Harte, prófessor við Oregon-háskóla til máls á ráðstefnunni. Sagði hann að ríki heims hefði öll tæki og tól til þess að bregðast við þessum mögulega vanda en takist það ekki myndi það hafa slæmar afleiðingar. „Ef við gerum þetta ekki rétt, gætum við séð þorskastríðin snúa aftur, við gætum séð ofveiði og fiskistofna hrynja,“ sagði Harte í samtali við Independent.Varaði hann við því að ris þjóðernisstefnu gæti komið í veg fyrir það að ríki heims kæmu saman til þessa að vernda fiskistofna heimsins og veiða þá á ábyrgan hátt. „Ef við lítum á hvort að Ísland og Bretland snúi aftur til daga þorskastríðanna þá er kannski ekki von á því í augnablikinu,“ sagði Harte. „En það gæti gerst í öðrum hlutum heimsins þar sem samskiptin eru ekki jafn vinaleg.“ Þorskastríðin Loftslagsmál Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Þetta kom fram í máli sérfræðinga á ráðstefnu vísindamanna í Boston í liðinni viku. Vöruðu þeir við því að afleiðingarnar af slíkum átökum gætu orðið geigvænlegar. Ljóst er að fiskitegundir hafa í auknum mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita og telja sérfræðingarnir að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu. Vöruðu þeir einnig við að með risi þjóðernisstefnu í heiminum gætu ríki í auknum mæli farið að berjast um aflann. Tók Michael Harte, prófessor við Oregon-háskóla til máls á ráðstefnunni. Sagði hann að ríki heims hefði öll tæki og tól til þess að bregðast við þessum mögulega vanda en takist það ekki myndi það hafa slæmar afleiðingar. „Ef við gerum þetta ekki rétt, gætum við séð þorskastríðin snúa aftur, við gætum séð ofveiði og fiskistofna hrynja,“ sagði Harte í samtali við Independent.Varaði hann við því að ris þjóðernisstefnu gæti komið í veg fyrir það að ríki heims kæmu saman til þessa að vernda fiskistofna heimsins og veiða þá á ábyrgan hátt. „Ef við lítum á hvort að Ísland og Bretland snúi aftur til daga þorskastríðanna þá er kannski ekki von á því í augnablikinu,“ sagði Harte. „En það gæti gerst í öðrum hlutum heimsins þar sem samskiptin eru ekki jafn vinaleg.“
Þorskastríðin Loftslagsmál Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira