Framtíð kjarasamninga á almennum markaði ræðst í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 13:15 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði haldi gildi sínu í yfirstandandi endurskoðun þeirra. Gerist það ekki verði ófriður á vinnumarkaði þegar um hundrað kjarasamningar yrðu lausir. Þá vonar hann að læknar og kennarar reyni ekki að sprengja SALEK samkomulagið í samningum þeirra á þessu ári. Samkvæmt ákvæði í gildandi kjarasamningum eiga aðilar vinnumarkaðarins að endurskoða samningana fyrir mánaðamót út frá þremur forsendum: Að kaupmáttur hafi aukist á samningstímanum, að launastefna samninganna hafi verið stefnumarkandi á vinnumarkaði og að stjórnvöld standi við stofnframlög til byggingar húsnæðis fyrir lægst launuðu hópana. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kaupmátt sannarlega hafa aukist á síðustu þremur árum eða um eða yfir 20 prósent. Hann treysti einnig yfirlýsingum Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um að staðið verði við stofnframlög ríkisins til uppbyggingar húsnæðis. Hins vegar hefur verið óánægja með launahækkanir einstakra hópa sem sagðar eru umfram það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum og átti að vera stefnumarkandi. Er þá helst horft til tuga prósenta hækkana á launum æðstu embættismanna. „Ég hef sagt og Samtök atvinnulífsins hafa ályktað mjög sterkt um það að úrskurðir kjararáðs eru sannanlega ekki að hjálpa inn í þetta umhverfi. Ég held að það sé ágætt að láta þar við liggja að svo stöddu,“ segir Halldór Benjamín.Verður ekki gerð krafa af ykkar hálfu um að úrskurði kjararáðs verði á einhvern hátt breytt? „Við höfum nú þegar krafist þess og munum ekki hvika frá þeirri forsendu.“ Ef forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins telur að forsendur kjarasamninganna og SALEK samkomulagsins haldi, verða um hundrað kjarasamningar áfram í gildi og almenn laun hækka um 4,5 prósent í maí. „Fari þetta á annan veg, þ.e.a.s. að samningum verði mögulega sagt upp, þá er hér sannarlega ófriður á vinnumarkaði. Kjarasamningarnir ekki í gildi og þau ákvæði sem þar er kveðið á um koma ekki til framkvæmda og í heildina yrðu þetta um hundrað kjarasamningar sem myndu losna í framhaldinu.“Og það yrðu ekki góðar fréttir í þínum huga? „Nei, það yrðu afleitar fréttir í mínum huga,“ segir Halldór Benjamín.Framundan eru samningar við lækna í vor, samningar við grunnskólakennara eru lausir í haust og gerðardómur varðandi félaga í BHM rennur einnig út á árinu. „Nú ef einstakir hópar ætla að reyna að skera sig úr er það einfaldlega óásættanleg út frá sjónarhóli SALEK samkomulagsins. Enda gengur það í eðli sínu út á að allir hópar séu að róa í sömu átt hvað þetta varðar. Það gengur ekki að einstakir hópar séu að krefjast leiðréttingar ár eftir ár eftir ár. Það einfaldlega ber dauða SALEK samkomulagsins í eðli sínu.“Þannig að þið skorið á þá hópa sem eiga eftir að semja á árinu að fylgja því samkomulagi eftir? „Að sjálfsögðu og ég hvet menn til að horfa á þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Sem er það sem skilar sér í vasa launafólks á endanum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda