Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 15:20 Guðni Th. Jóhannesson mælir með fiskemti á pizzur. Vísir „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin. Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin.
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40