Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 15:20 Guðni Th. Jóhannesson mælir með fiskemti á pizzur. Vísir „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin. Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin.
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40