Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Ritstjórn skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Haustlína Kalda lofar góðu. Myndir/Rakel Tómasdóttir Kalda, sem er eitt þekktasta tískumerki landsins, hefur vakið mikla athygli fyrir skólínu sína sem kom út á seinasta ári. Áður fyrr hafði merkið einblínt á fatnað. Katrín Alda, hönnuður og eigandi Kalda, segir þó að í framtíðinni sé stefnt á að koma einnig með fylgihluti samhliða skónum. Fyrsta skólínan hefur vakið mikla athygli hér heima sem og erlendis. Nú hefur haustlína 2017 verið afhjúpuð og þar er að finna enn fleiri skó til þess að láta sig dreyma um. Haustherferðin var mynduð af Rakel Tómasdóttur. Það er mikið um að fara hjá Kalda á næstu vikum en til dæmis fara skórnir á sölu á Shopbob, sem er vinsæl netverslun, sem og að merkið verður með sýningarbás á tískuvikunni í París í byrjun Mars. Katrín Alda segir að þessar breyttu áherslur á skó hafi fallið vel í kramið hjá tískuunnendum en nýja línan er náttúruleg þróun frá fyrstu línunni. „Mér finnst mjög gaman að vinna með eitthvað sem er "off " í skóm, eitthvað sem er ekki of augljóst og langaði að taka það lengra í þessari línu,“ segir Katrín. Einstaklega falleg herferð.Mynd/Rakel TómasdóttirMyndir/Rakel TómasdóttirMyndir/Rakel Tómasdóttir Mest lesið Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Kom, sá og sigraði Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Hönnunarmars: Magnea sýnir nýja línu í kvöld Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour Loðnir inniskór frá Rick Owens x Birkenstock Glamour Viðskiptavinir í Mið-Austurlöndunum eyða helmingi meira á netinu Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour
Kalda, sem er eitt þekktasta tískumerki landsins, hefur vakið mikla athygli fyrir skólínu sína sem kom út á seinasta ári. Áður fyrr hafði merkið einblínt á fatnað. Katrín Alda, hönnuður og eigandi Kalda, segir þó að í framtíðinni sé stefnt á að koma einnig með fylgihluti samhliða skónum. Fyrsta skólínan hefur vakið mikla athygli hér heima sem og erlendis. Nú hefur haustlína 2017 verið afhjúpuð og þar er að finna enn fleiri skó til þess að láta sig dreyma um. Haustherferðin var mynduð af Rakel Tómasdóttur. Það er mikið um að fara hjá Kalda á næstu vikum en til dæmis fara skórnir á sölu á Shopbob, sem er vinsæl netverslun, sem og að merkið verður með sýningarbás á tískuvikunni í París í byrjun Mars. Katrín Alda segir að þessar breyttu áherslur á skó hafi fallið vel í kramið hjá tískuunnendum en nýja línan er náttúruleg þróun frá fyrstu línunni. „Mér finnst mjög gaman að vinna með eitthvað sem er "off " í skóm, eitthvað sem er ekki of augljóst og langaði að taka það lengra í þessari línu,“ segir Katrín. Einstaklega falleg herferð.Mynd/Rakel TómasdóttirMyndir/Rakel TómasdóttirMyndir/Rakel Tómasdóttir
Mest lesið Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Kom, sá og sigraði Glamour Beyonce kom, sá og sigraði Super Bowl Glamour Hönnunarmars: Magnea sýnir nýja línu í kvöld Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour Loðnir inniskór frá Rick Owens x Birkenstock Glamour Viðskiptavinir í Mið-Austurlöndunum eyða helmingi meira á netinu Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour