Innlent

Ekkert ferðaveður á morgun

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Suðaustan stormur eða rok verður víða um landið seinnipartinn á morgun og ekkert ferðaveður.
Suðaustan stormur eða rok verður víða um landið seinnipartinn á morgun og ekkert ferðaveður. Skjáskot/Veðurstofan
Suðaustan stormur eða rok verður víða um landið seinnipartinn á morgun og ekkert ferðaveður. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Í dag er búist við suðlægri átt á landinu, allhvasssri norðaustan- og austanlands en annars mun hægari.

Í fyrramálið hvessir mjög af suðaustri og hlýnar hratt, en engu að síður verður úrkoman snjókoma eða slydda framan af degi en síðar rigning. Á vef veðurstofunnar segir að ekki sé ólíklegt að sum niðurföll verði í vandræðum með að koma vatninu frá sér og því þjóðráð að hreinsa frá þeim til vonar og vara. Suðlægari og dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld, fyrst suðvestantil. Hlýnar tímabundið, því gert er ráð fyrir suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri á laugardag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Vaxandi suðaustanátt og él, en þurrt og bjart fram eftir degi norðanlands. Hlýnar í veðri. Suðaustan stormur og talsverð rigning um kvöldið, en slydda til landsins.

Á laugardag:

Snýst í minnkandi suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, 8-15 m/s síðdegis. Frost 0 til 6 stig og léttir til norðan- og austanlands.

Á sunnudag:

Útlit fyrir hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu og hita kringum frostmark.

Á mánudag:

Norðaustanátt og él, en léttir til suðvestanlands. Víða vægt frost.

Á þriðjudag:

Hæglætisveður, yfirleitt þurrt og víða bjart og kalt, en vaxandi sunnanátt og fer að rigna vestast um kvöldið.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir sunnanátt með væta um landið vestanvert, en þurrt og vægt frost fyrir austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×