Tölvuleikjaframleiðandinn Emmsjé Gauti Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. febrúar 2017 09:30 Það er spurning hvort Emmsjé Gauti fari úr rappinu yfir í tölvuleikina? Vísir/Stefán karlsson „Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is. Leikjavísir Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
„Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is.
Leikjavísir Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira