Ábyrgðarlaust traust Hildur Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni. Þær sendi elskhugum nektarmyndir í skjóli trúnaðartrausts. Traustið sé gáleysislegt. Sambönd súrni. Þá megi konur vænta þess – náttúrulega – að myndir verði opinberaðar. Sökin sé þeirra eigin. Mér verður orða vant. Hvernig getur einn maður, sagt svo tóma vitleysu, af svo miklu ábyrgðarleysi, í svo fáum orðum? Traust er hornsteinn trúnaðar. Það er undirstaða samfélags. Stoðirnar reistar á fjölbreyttum trúnaðarsamböndum. Mann setur því hljóðan og verður spurn: Telur geðlæknir – sem hefur lífsviðurværi sitt af trúnaðartrausti – heimilt að rjúfa trúnað? Hvernig væri samfélag án trausts? Gildir síður trúnaður um netsamskipti? Er ábyrgðarlaust að treysta? Ummæli geðlæknisins eru ömurleg. Þau eru lögfræðilega ómöguleg. Þau eru afturför í almennt uppbyggilegri samfélagsumræðu um kynferðisbrot. Þau eru svokölluð druslusmánun. Þau réttlæta trúnaðarbrot – og sekta fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er átakanlegt að fagaðili, sem eflaust veitir fórnarlömbum hrellikláms geðhjálp, skuli miðla svo skaðlegri heimsmynd. Hrelliklám er rísandi vandamál. Það á heima í umræðu með öðrum kynferðisbrotum. Öðru ofbeldi. Ofbeldi er aldrei fórnarlambanna að leysa. Það er gerendanna að leysa. Hefjum ekki umræðuna frá öfugum enda. Sendum skýr skilaboð. Á rétta viðtakendur. Ekki bregðast trausti. Ekki beita ofbeldi. Ekki svíkja. Ekki meiða. Ekki nauðga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni. Þær sendi elskhugum nektarmyndir í skjóli trúnaðartrausts. Traustið sé gáleysislegt. Sambönd súrni. Þá megi konur vænta þess – náttúrulega – að myndir verði opinberaðar. Sökin sé þeirra eigin. Mér verður orða vant. Hvernig getur einn maður, sagt svo tóma vitleysu, af svo miklu ábyrgðarleysi, í svo fáum orðum? Traust er hornsteinn trúnaðar. Það er undirstaða samfélags. Stoðirnar reistar á fjölbreyttum trúnaðarsamböndum. Mann setur því hljóðan og verður spurn: Telur geðlæknir – sem hefur lífsviðurværi sitt af trúnaðartrausti – heimilt að rjúfa trúnað? Hvernig væri samfélag án trausts? Gildir síður trúnaður um netsamskipti? Er ábyrgðarlaust að treysta? Ummæli geðlæknisins eru ömurleg. Þau eru lögfræðilega ómöguleg. Þau eru afturför í almennt uppbyggilegri samfélagsumræðu um kynferðisbrot. Þau eru svokölluð druslusmánun. Þau réttlæta trúnaðarbrot – og sekta fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er átakanlegt að fagaðili, sem eflaust veitir fórnarlömbum hrellikláms geðhjálp, skuli miðla svo skaðlegri heimsmynd. Hrelliklám er rísandi vandamál. Það á heima í umræðu með öðrum kynferðisbrotum. Öðru ofbeldi. Ofbeldi er aldrei fórnarlambanna að leysa. Það er gerendanna að leysa. Hefjum ekki umræðuna frá öfugum enda. Sendum skýr skilaboð. Á rétta viðtakendur. Ekki bregðast trausti. Ekki beita ofbeldi. Ekki svíkja. Ekki meiða. Ekki nauðga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun