Bíllinn var bæði kynntur í dag og ekið í fyrsta skipti, það var upptökudagur hjá liðinu í dag á Silverstone brautinni.
Lewis Hamilton byrjaði daginn og nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas tók svo við seinnipart dags.
„Það er svo spennandi að sjá bílinn smella saman,“ sagði Hamilton rétt áður en hann og Bottas afhjúpuðu bílinn.

Bíllinn er með einn minnsta uggann sem sést hefur á þeim bílum sem þegar hafa verið kynntir. Annars er að finna gríðarlegt magn smáatriða sem er ætlað að stýra loftflæðinu rétt yfir bílinn.