Innlent

Veðrið nær hámarki síðdegis

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búast má við vonskuveðri á landinu í dag.
Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. Vísir/GVA
Búast má við vonskuveðri á landinu í dag. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu verður um landið suðvestanvert og stormur eða rok víða síðdegis. Má búast við að hviður fari upp í 20-28 metra á sekúndum.

Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar ætti veðrið að ná hámarki fljótlega eftir hádegi suðvestanlands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli klukkan 16 og 17 fer að lægja og draga úr vætu.

Í nótt og á morgun er búist við vestlægri átt, víða 8-15 metrum á sekúndu og éljum um landið sunnan- og vestanvert. Hvassara verður á stöku stað seint í nótt og í fyrramálið.

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi suðaustanátt, víða 20-28 m/s síðdegis. Snjókoma eða slydda og síðan rigning. Talsverð eða mikil rigning um tíma suðaustanlands seint í dag. Hlýnar í veðri. Snýst í mun hægari sunnan- og suðvestanátt fyrst suðvestantil undir kvöld, með skúrum eða éljum. Hiti 1 til 7 stig. Hvessir um tíma í nótt með éljum, en dregur síðan smám saman úr vindi á morgun. Hiti um frostmark á morgun.*

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi suðaustanátt og snjókoma og síðan slydda, 15-25 upp úr hádegi og rigning. Hiti 3 til 7 stig. Mun hægari suðlæg átt með skúrum undir kvöld, en suðvestan 10-18 og él í nótt. Hiti um frostmark. Hægari á morgun, einkum síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 með éljum. Frost 0 til 6 stig og léttir til norðan- og austanlands. Suðaustlægari um kvöldið.

Á sunnudag:

Hvöss austanátt um morguninn með slyddu eða snjókomu og hita kringum frostmark, en snýst síðan í mun hægari sunnanátt með éljum.

Á mánudag:

Norðaustanátt, él og frystir um landið norðanvert, en léttir til suðvestanlands og hiti í kringum frostmark.

Á þriðjudag:

Fremur hæg austlæg átt, yfirleitt þurrt og víða bjart. Frost um mest allt land.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir norðaustlæga átt með dálitlum éljum um landið N- og A-vert, en lengst af þurrt SV-til. Frost 0 til 8 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×