Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira