Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar.
Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland.
Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist.
Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin.
Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma.
Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti.
Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta.

Sporin hræða
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar