Sporin hræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar. Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland. Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin. Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma. Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti. Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Börn voru svipt frelsi sínu og þau voru pyntuð á Kópavogshæli. Eftirlitsaðilar vanræktu að grípa til kerfisbundinna og skipulagðra ráðstafana eða annarra viðbragða til að bregðast við viðvarandi gagnrýni og ábendingum sem fram komu í úttektum, áætlunum og með margvíslegum öðrum hætti. Vistheimilanefnd ályktaði að heilbrigðisráðuneytið, barnaverndarráð Íslands, stjórnarnefnd Ríkisspítala, stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og landlæknir hefðu vanrækt eftirlitsskyldur sínar. Stutt er síðan því var fagnað að tíu ár voru liðin frá því að viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) tók gildi. Síðan hafa nær öll Evrópuríki fullgilt samninginn. Ekki Ísland. Þann 19. desember 2015 samþykktu 52 þingmenn þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði gert að fullgilda valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Í bókuninni er kveðið á um eftirlit sjálfstæðra aðila, innlendra og alþjóðlegra, sem falið er að heimsækja reglulega stofnanir sem vista frelsissvipta einstaklinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir pyntingar eða að önnur grimmileg eða vanvirðandi meðferð viðgangist. Flest þeirra ríkja sem við berum okkur saman við hafa nú þegar fullgilt bókunina, þar á meðal öll Norðurlöndin. Þann 19. febrúar síðastliðinn voru 14 mánuðir liðnir frá því þingsályktunartillagan var samþykkt einróma. Íslenskur afbrotafræðingur starfar nú hjá umboðsmanni norska þingsins við að framfylgja samningnum í Noregi. Allir staðir sem vista frelsissvipta eru undir; þar sem börn eru vistuð, aldraðir með minnisglöp og einstaklingar með bráðageðsjúkdóma. Það væri því í lófa lagið að nýta þá þekkingu sem er til staðar við að koma á slíku eftirliti. Að svipta einstakling frelsi sínu er mesta inngrip í líf hvers manns. Því fylgir ábyrgð. Þess vegna hafa þjóðir heims komist að sameiginlegu regluverki til að fylgjast með hvernig því er framfylgt. Regluverkið er til staðar, sem og þekkingin. Það er eingöngu vilji íslenskra stjórnvalda til að fullgilda og innleiða OPCAT sem virðist skorta.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun