Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan atli ísleifsson skrifar 11. febrúar 2017 20:25 Geir Þorsteinsson segir að umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi Vísis, um launamál æðstu stjórnenda sambandsins og fleira sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni ekki gefa sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Geir lét í dag af störfum sem formaður KSÍ og tók Guðni Bergsson við stöðunni. Geir lét orðin falla í viðtali við fréttastofu á ársþingi KSÍ í dag, en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Geir segir að því miður hafi ekki verið svarað nóg fyrir þá einingu og þann mikla stuðning sem hafi verið við hans störf. „Það hefur verið alltaf, og var í dag og frábær stemmning hér á þinginu. Ég er ánægður að rétta keflið nú yfir til nýs formanns.“Launamálin í deiglunniAð undanförnu hefur mikið verið rætt um laun æðstu stjórnenda KSÍ en í frétt Vísis kom fram að í ársreikningum sambandsins hafi laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu þannig að ekki væri mögulegt að greina á milli hvað hvor starfsmaður væri með í laun. Laun formanns hefðu ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hefðu gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara.Í frétt Vísis sagði að samkvæmt heimildum væri formaðurinn launahærri en framkvæmdastjórinn, en opinberlega hefði Geir ekki sagst vita hver skiptingin væri og hvort hann eða framkvæmdastjórinn væri með hærri laun. Geir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra KSÍ, áður en hann tók við formennsku árið 2007. Geir hafði ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem það væru laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Geir segist í viðtali í dag ávallt hafa greint frá launum sínum á ársþingum, auk þess að hafa gert það í löngu og ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær. „Þannig að ég veit ekki hvað Vísir er að fjalla um. Það er alveg stórfurðulegt. Það er eins og menn telji að ég komi ekki heiðarlega fram, en það hef ég gert öll mín ár í Knattspyrnusambandinu.“ Í fyrri frétt Vísis kemur jafnframt fram að í ársskýrslu væru óútskýrðar 7,5 milljónir króna þegar kæmi að launum hans.Kannastu ekki við þá upphæð og að það sé einhver óútskýrður mismunur þar á?„Ég veit ekkert hvað Kolbeinn Tumi [Daðason, fréttamaður Vísis] er að tala um. Ég fékk mánaðarlaun á síðasta ári 1.217 þúsund og upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið [í gær],“ segir Geir.Telur sig hafa skilað góðu búiGeir segir það sérstaka tilfinningu að hafa nú látið af störfum sem formaður KSÍ. „Ég er glaður á þessum degi og hef skilað góðu búi held ég til nýja formannsins. Nú er ég einn af mörgum áhugamönnum um knattspyrnu á Íslandi.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á nýjan formann, Guðna Bergsson, segir hann að hann geti orðið mjög farsæll í störfum sínum fyrir íslenska knattspyrnu. „Eins og ég var að segja við landsliðsþjálfarann áðan: „Nú erum við komin með sérfræðing í knattspyrnu sem formann, þannig að það hljóta að vera breyttir tímar fyrir þjálfarana að nú hafa þeir sérfræðing fyrir ofan sig sem kannski vill hafa áhrif á hvernig liðið er valið.“ Nei, ég er nú að grínast með það. Mér líst bara vel á [nýjan formann]. Þetta var spennandi kosning en Guðni hefur mikla þekkingu á knattspyrnumálum og ég tel að hann geti verið mjög farsæll í störfum fyrir íslenska knattspyrnu.“Almennt var talað um að Björn hafi talað fyrir meiri breytingum en Guðni. Heldurðu að það verði mikil breyting með komu Guðna?„Ég veit það ekki. Við eigum eftir að sjá hvernig stjórnarkjörið fer en knattspyrnuhreyfingin er mjög íhaldssöm og yfirleitt eru ekki miklar og örar breytingar þar.“Hvað með þína framtíð? Hvað munt þú nú taka þér fyrir hendur?„Ég reikna með að það tengist knattspyrnu. Ég er í framboði hjá FIFA [Alþjóðaknattspyrnusambandsins]. Það skýrist í síðasta lagi 5. apríl,“ segir Geir. KSÍ Tengdar fréttir Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi Vísis, um launamál æðstu stjórnenda sambandsins og fleira sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni ekki gefa sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Geir lét í dag af störfum sem formaður KSÍ og tók Guðni Bergsson við stöðunni. Geir lét orðin falla í viðtali við fréttastofu á ársþingi KSÍ í dag, en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Geir segir að því miður hafi ekki verið svarað nóg fyrir þá einingu og þann mikla stuðning sem hafi verið við hans störf. „Það hefur verið alltaf, og var í dag og frábær stemmning hér á þinginu. Ég er ánægður að rétta keflið nú yfir til nýs formanns.“Launamálin í deiglunniAð undanförnu hefur mikið verið rætt um laun æðstu stjórnenda KSÍ en í frétt Vísis kom fram að í ársreikningum sambandsins hafi laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu þannig að ekki væri mögulegt að greina á milli hvað hvor starfsmaður væri með í laun. Laun formanns hefðu ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hefðu gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara.Í frétt Vísis sagði að samkvæmt heimildum væri formaðurinn launahærri en framkvæmdastjórinn, en opinberlega hefði Geir ekki sagst vita hver skiptingin væri og hvort hann eða framkvæmdastjórinn væri með hærri laun. Geir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra KSÍ, áður en hann tók við formennsku árið 2007. Geir hafði ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem það væru laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Geir segist í viðtali í dag ávallt hafa greint frá launum sínum á ársþingum, auk þess að hafa gert það í löngu og ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær. „Þannig að ég veit ekki hvað Vísir er að fjalla um. Það er alveg stórfurðulegt. Það er eins og menn telji að ég komi ekki heiðarlega fram, en það hef ég gert öll mín ár í Knattspyrnusambandinu.“ Í fyrri frétt Vísis kemur jafnframt fram að í ársskýrslu væru óútskýrðar 7,5 milljónir króna þegar kæmi að launum hans.Kannastu ekki við þá upphæð og að það sé einhver óútskýrður mismunur þar á?„Ég veit ekkert hvað Kolbeinn Tumi [Daðason, fréttamaður Vísis] er að tala um. Ég fékk mánaðarlaun á síðasta ári 1.217 þúsund og upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið [í gær],“ segir Geir.Telur sig hafa skilað góðu búiGeir segir það sérstaka tilfinningu að hafa nú látið af störfum sem formaður KSÍ. „Ég er glaður á þessum degi og hef skilað góðu búi held ég til nýja formannsins. Nú er ég einn af mörgum áhugamönnum um knattspyrnu á Íslandi.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á nýjan formann, Guðna Bergsson, segir hann að hann geti orðið mjög farsæll í störfum sínum fyrir íslenska knattspyrnu. „Eins og ég var að segja við landsliðsþjálfarann áðan: „Nú erum við komin með sérfræðing í knattspyrnu sem formann, þannig að það hljóta að vera breyttir tímar fyrir þjálfarana að nú hafa þeir sérfræðing fyrir ofan sig sem kannski vill hafa áhrif á hvernig liðið er valið.“ Nei, ég er nú að grínast með það. Mér líst bara vel á [nýjan formann]. Þetta var spennandi kosning en Guðni hefur mikla þekkingu á knattspyrnumálum og ég tel að hann geti verið mjög farsæll í störfum fyrir íslenska knattspyrnu.“Almennt var talað um að Björn hafi talað fyrir meiri breytingum en Guðni. Heldurðu að það verði mikil breyting með komu Guðna?„Ég veit það ekki. Við eigum eftir að sjá hvernig stjórnarkjörið fer en knattspyrnuhreyfingin er mjög íhaldssöm og yfirleitt eru ekki miklar og örar breytingar þar.“Hvað með þína framtíð? Hvað munt þú nú taka þér fyrir hendur?„Ég reikna með að það tengist knattspyrnu. Ég er í framboði hjá FIFA [Alþjóðaknattspyrnusambandsins]. Það skýrist í síðasta lagi 5. apríl,“ segir Geir.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti