Innlent

Spáð allt að 20 stiga hita á Austurlandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Spáð er 15-20 stiga hita á Norðaustur og Austurströnd landsins þegar best lægir í dag.
Spáð er 15-20 stiga hita á Norðaustur og Austurströnd landsins þegar best lægir í dag. Skjáskot/Veðurstofa
Búist er við stormi norðvestantil í dag og hlýju veðri miðað við árstíma. Spáð er 15-20 stiga hita á Norðaustur og Austurströnd landsins þegar best lægir í dag.

Þá má búast við þokumóðu eða súld suðvestan- og vestantil en lægir til í kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Sunnan 5-13 m/s. Léttskýjað NA-til á landinu, annars skýjað og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti 1 til 8 stig, en vægt frost í innsveitum NA-lands.

Á þriðjudag:

Suðaustanátt, víða 8-13 m/s og súld eða rigning, en þurrt á NA- og A-landi. Hiti 3 til 8 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Austlæg átt og rigning með köflum, hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Breytileg átt og víða rigning, en líklega slydda eða snjókoma N-lands. Kólnandi veður.

Á laugardag:

Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum N- og A-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×