Skútan Berglind Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Um helgina missti einhver skútu á götuna þar sem leið viðkomandi lá eftir Hafnarfjarðarveginum. Það var í fréttunum. Ef þetta er ekki merki um að góðærið sé komið aftur þá veit ég ekki hvað. Fólki er orðið það drull um skúturnar sínar að það nennir ekki einu sinni að festa á þær belti í helgarbíltúrnum. Það má reyndar varla kaupa sér flatskjá, byggja hótel eða missa skútu af kerru þessa dagana án þess að fólk tali um að góðærið sé komið aftur. Það er uppgangur í þjóðfélaginu því við erum að græða svo mikið á vongóðum ferðamönnum sem kaupa norðurljósaferðir. Þetta góðæristal veitir mér gleðitilfinningu. Ég fíla næs hluti, ég fíla að fólk kaupi skútur og ég vona að mér verði bráðum boðið í partí með einhverjum gullhúðuðum mat sem Elton John ber fram, því hann verður þjónn þarna (svo ógeðslega flott partí). Hrun? Só? Ég fann sko ekki neitt fyrir hruninu síðast. Ég var í Listaháskólanum, átti hvort sem er engan pening og umgekkst bara fátæka listnema í sömu sporum. Svo var geggjað mikið að gera hjá okkur í skapandi greinum eftir þetta ægilega hrun. Hvert var vandamálið? Þess vegna er ég tilbúin í annað hrun, svo lengi sem ég fæ að upplifa eitthvert geggjað góðæri fyrst. Ég ætla að bruna eftir Hafnarfjarðarveginum með hundrað skútur og rústa þeim öllum. Nú eru eflaust mjög eðlilegar skýringar á því hvernig skútan losnaði. En ég vil ekkert heyra um þær. Þessi skúta er táknræn. Þetta erum við. Við erum á hraðleið eftir Hafnarfjarðarveginum og það er skúta á kerru aftaní sem er geggjuð en við vitum að hún er eitthvað lauslega fest. Fulla ferð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun
Um helgina missti einhver skútu á götuna þar sem leið viðkomandi lá eftir Hafnarfjarðarveginum. Það var í fréttunum. Ef þetta er ekki merki um að góðærið sé komið aftur þá veit ég ekki hvað. Fólki er orðið það drull um skúturnar sínar að það nennir ekki einu sinni að festa á þær belti í helgarbíltúrnum. Það má reyndar varla kaupa sér flatskjá, byggja hótel eða missa skútu af kerru þessa dagana án þess að fólk tali um að góðærið sé komið aftur. Það er uppgangur í þjóðfélaginu því við erum að græða svo mikið á vongóðum ferðamönnum sem kaupa norðurljósaferðir. Þetta góðæristal veitir mér gleðitilfinningu. Ég fíla næs hluti, ég fíla að fólk kaupi skútur og ég vona að mér verði bráðum boðið í partí með einhverjum gullhúðuðum mat sem Elton John ber fram, því hann verður þjónn þarna (svo ógeðslega flott partí). Hrun? Só? Ég fann sko ekki neitt fyrir hruninu síðast. Ég var í Listaháskólanum, átti hvort sem er engan pening og umgekkst bara fátæka listnema í sömu sporum. Svo var geggjað mikið að gera hjá okkur í skapandi greinum eftir þetta ægilega hrun. Hvert var vandamálið? Þess vegna er ég tilbúin í annað hrun, svo lengi sem ég fæ að upplifa eitthvert geggjað góðæri fyrst. Ég ætla að bruna eftir Hafnarfjarðarveginum með hundrað skútur og rústa þeim öllum. Nú eru eflaust mjög eðlilegar skýringar á því hvernig skútan losnaði. En ég vil ekkert heyra um þær. Þessi skúta er táknræn. Þetta erum við. Við erum á hraðleið eftir Hafnarfjarðarveginum og það er skúta á kerru aftaní sem er geggjuð en við vitum að hún er eitthvað lauslega fest. Fulla ferð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu