Sterk skilaboð af tískupallinum Ritstjórn skrifar 13. febrúar 2017 20:45 Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax. Glamour Tíska Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Kendall Jenner og A$AP Rocky byrjuð aftur saman Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Tísku-icon verða skósveinar Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour
Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax.
Glamour Tíska Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Kendall Jenner og A$AP Rocky byrjuð aftur saman Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rán framið á heimili Kendall Jenner Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Tísku-icon verða skósveinar Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Sigrún Eva og kærastinn fyrir Steve Madden Glamour Rihanna og Drake eru hætt saman Glamour