Elon Musk um framtíð bílsins: „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2017 10:40 Elon Musk. Vísir/AFP Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira