Innlent

Mikill viðbúnaður þegar lítilli kennsluflugvél var lent skyndilega

Birgir Olgeirsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/anton brink.
Mikill viðbúnaðar var á Keflavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag þegar lenda þurfti skyndilega lítilli kennslu flugvél. Tveir voru í vélinni sem höfðu fundið reykjarlykt á meðan þeir voru á flugi yfir Garðskaga.

Vélinni var lent stuttu síðar, klukkan 14:17, heilu á höldnu. Við skoðun á vélinni eftir lendingu fannst ekkert athugavert við vélina og var allt neyðarástand afturkallað. Öryggisins vegna voru þó brunavarnir Suðurnesja kallaðar til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×