Grænþvottur í ferðaþjónustu Snærós Sindradóttir skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Ferðamenn sem vilja ferðast með umhverfisvænum hætti geta, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, átt í erfiðleikum með að velja á milli fyrirtækja með raunverulega vottun og þeirra sem segjast vinna á umhverfisvænan hátt. vísir/ernir Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustufyrirtæki noti villandi markaðssetningu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neytendastofa að fyrirtækinu Norðursiglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyrirtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminnar er án útblásturs koldíoxíðs. Slagorðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins.Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri FestuElías Bjarni Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðrum eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir grænþvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjónustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskógurinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðssetji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjónustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýsinguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýsingunni,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustufyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustuEftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja:„Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“„Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa umhverfisáhrifa.“„Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræjum eða öðrum fræjum á ákveðnum svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustufyrirtæki noti villandi markaðssetningu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neytendastofa að fyrirtækinu Norðursiglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyrirtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminnar er án útblásturs koldíoxíðs. Slagorðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins.Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri FestuElías Bjarni Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðrum eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir grænþvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðssetningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjónustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskógurinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðssetji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjónustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýsinguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýsingunni,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustufyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustuEftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja:„Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“„Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa umhverfisáhrifa.“„Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræjum eða öðrum fræjum á ákveðnum svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira