Fótbolti

Þegar Gibbs er kominn með fyrirliðabandið veistu að liðið er í vandræðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bugaður á hliðarlínunni í gær.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bugaður á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Man. Utd, talar venjulega umbúðalaust þegar kemur að því að greina vanda Arsenal.

Keane var eðlilega ekki hrifinn af frammistöðu Arsenal gegn Bayern í gær en Arsenal tapaði, 5-1.

„Þegar Kieran Gibbs er kominn með fyrirliðabandið í lok leiksins þá veistu að liðið er í stórkostlegum vandræðum,“ sagði Keane á ITV-sjónvarpsstöðinni.

„Ef hann er orðinn fyrirliði og leiðtogi liðsins þá er liðið í vandræðum. Bayern þurfti ekki einu sinni að spila sinn besta bolta til að pakka Arsenal saman. Leikmenn Arsenal voru eins og skólastrákar er þeir gáfu Bayern mörk.

„Það var algjör skortur á leiðtogahæfni, hungri og þrá í liðinu. Liðið er einfaldlega ekki á sama plani og lið eins og Bayern. Það eru tveir góðir leikmenn í liðinu en hinir eru allir meðalmenn.“


Tengdar fréttir

Martröð Arsenal-liðsins í tölum

Arsenal er enn einu sinni á leiðinni út úr Meistaradeildinni í sextán liða úrslitum en það er nokkuð ljóst þótt að liðið eigi enn eftir heimaleikinn sinn.

Wenger: Erfitt að útskýra þetta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsene Wenger, var að vonum daufur í dálkinn eftir að hans menn voru kjöldregnir af Bayern München á Allianz Arena í kvöld.

Slátrun á Allianz Arena | Sjáðu mörkin

Bayern München tók Arsenal í bakaríið þegar liðin mættust á Allianz Arena í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-1, Bayern í vil.

Framtíð Wengers skýrist í lok tímabilsins

Margir stuðningsmenn Arsenal eru reiðir eftir að liðið var flengt af Bayern í Meistaradeildinni í gær og vilja stjórann, Arsene Wenger, burt frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×