Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2017 12:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsáðherra segir sína línu hafa verið alveg skýra hvað varði aðkomu ráðherra að deilum sjómanna við útgerðina. Hún vilji almennar reglur en ekki sérreglur. Hún svarar því ekki beint hvort til greina komi að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir eins og til umræðu er og þykir umdeilt. Telja sumir að þannig sé útgerðin að koma eigin kostnaði yfir á ríkið og þar með almenning.Á sama tíma vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málið verði leyst strax jafnvel þótt farið sé á svig við lög og reglur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir. Ég er að skoða þetta með það í huga að við séum ekki að flækja skattkerfið. Við reynum að nálgast þetta á almennan hátt, skoða sambærilegar stéttir en ekki taka eina út fyrir aðra. Þetta verður einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ sagði Þorgerður við fréttastofu að loknum fundum í morgun, annars vegar sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar vegna verkfallsins og hins vegar ríkisstjórnarfundi.Leita allra leiða í dag Mikið hefur verið um fundi í röðum sjómannaforystunnar og samningamanna útvegsmanna í sitt hvoru lagi í morgun, en deilendur munu þó vera í stöðugu sambandi. Af máli þeirra mátti ráða fyrir stundu að engin vissi nákvæmlega hvernig málið stæði, en ríkissáttasemjari hafði ekki boðað til fundar nú laust fyrir hádegi.Líkur á að loðnuflotinn nái í tæka tíð að veiða 190 þúsund tonna kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst minnka með hverjum deginum sem líður, en kvótinn myndi skila að minnstakosti 20 milljörðum króna ef hann næðist.Þorgerður Katrín segir að leitað verði allra leiða til að leysa málið í dag. „Ef sjómenn fallast ekki á það sem við erum að segja verðum við að grípa til annarra ráða,“ segir ráðherrann. Það verði að vera í dag.„Við ætlum ekkert að dvelja við þetta. Við erum búin að sitja við þetta og ég hef komið með ýmsar tillögur sem sjómenn hafa ekki fallist á.“Aðeins spurning hvernig lausn næstHún leggur áherslu á að hún hafi verið í samskiptum við deiluaðila meira og minna allar níu vikurnar sem verkfallið hafi staðið. Síðustu klukkustundir hafi samskiptin verið enn meiri og leitað sé lausna. „Línan er skýr. Við viljum nálgast þetta á almennan átt. Engar sérreglur. Eftir stendur að það þarf að leysa deiluna, hagsmunir eru miklir og það er mikið í húfi. Við þurfum að fara að ná í auðlindina í sjónum, skapa verðmæti. Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu.“Aðeins sé spurning hvernig aðilar nái saman á endanum. Nú séu samskipti á milli deiluaðila og ráðherra og svo verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsáðherra segir sína línu hafa verið alveg skýra hvað varði aðkomu ráðherra að deilum sjómanna við útgerðina. Hún vilji almennar reglur en ekki sérreglur. Hún svarar því ekki beint hvort til greina komi að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir eins og til umræðu er og þykir umdeilt. Telja sumir að þannig sé útgerðin að koma eigin kostnaði yfir á ríkið og þar með almenning.Á sama tíma vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins að málið verði leyst strax jafnvel þótt farið sé á svig við lög og reglur. „Við erum að skoða ýmsar leiðir. Ég er að skoða þetta með það í huga að við séum ekki að flækja skattkerfið. Við reynum að nálgast þetta á almennan hátt, skoða sambærilegar stéttir en ekki taka eina út fyrir aðra. Þetta verður einn fyrir alla og allir fyrir einn,“ sagði Þorgerður við fréttastofu að loknum fundum í morgun, annars vegar sameiginlegum fundi efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar vegna verkfallsins og hins vegar ríkisstjórnarfundi.Leita allra leiða í dag Mikið hefur verið um fundi í röðum sjómannaforystunnar og samningamanna útvegsmanna í sitt hvoru lagi í morgun, en deilendur munu þó vera í stöðugu sambandi. Af máli þeirra mátti ráða fyrir stundu að engin vissi nákvæmlega hvernig málið stæði, en ríkissáttasemjari hafði ekki boðað til fundar nú laust fyrir hádegi.Líkur á að loðnuflotinn nái í tæka tíð að veiða 190 þúsund tonna kvóta áður en loðnan hrygnir og drepst minnka með hverjum deginum sem líður, en kvótinn myndi skila að minnstakosti 20 milljörðum króna ef hann næðist.Þorgerður Katrín segir að leitað verði allra leiða til að leysa málið í dag. „Ef sjómenn fallast ekki á það sem við erum að segja verðum við að grípa til annarra ráða,“ segir ráðherrann. Það verði að vera í dag.„Við ætlum ekkert að dvelja við þetta. Við erum búin að sitja við þetta og ég hef komið með ýmsar tillögur sem sjómenn hafa ekki fallist á.“Aðeins spurning hvernig lausn næstHún leggur áherslu á að hún hafi verið í samskiptum við deiluaðila meira og minna allar níu vikurnar sem verkfallið hafi staðið. Síðustu klukkustundir hafi samskiptin verið enn meiri og leitað sé lausna. „Línan er skýr. Við viljum nálgast þetta á almennan átt. Engar sérreglur. Eftir stendur að það þarf að leysa deiluna, hagsmunir eru miklir og það er mikið í húfi. Við þurfum að fara að ná í auðlindina í sjónum, skapa verðmæti. Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu.“Aðeins sé spurning hvernig aðilar nái saman á endanum. Nú séu samskipti á milli deiluaðila og ráðherra og svo verði að koma í ljós hver niðurstaðan verði.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11