Íslenski boltinn

Valur kláraði Þór/KA á fimm mínútum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét Lára skoraði fyrir norðan.
Margrét Lára skoraði fyrir norðan. vísir/hanna
Valur fer vel af stað í A-deild Lengjubikars kvenna.

Valskonur gerðu góða ferð á Akureyri og unnu 0-3 sigur á Þór/KA í Boganum í kvöld.

Mörkin þrjú komu öll á fimm mínútna kafla seint í fyrri hálfleik. Elín Metta Jensen kom Val yfir á 32. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Vesna Elísa Smiljkovic öðru marki við. Á 37. mínútu var röðin svo komin að landsliðsfyrirliðanum Margréti Láru Viðarsdóttur.

Fleiri urðu mörkin ekki og Valur fagnaði öruggum 0-3 sigri.

Breiðablik vann ÍBV með sömu markatölu í Fífunni.

Hildur Antonsdóttir kom Blikum yfir á 29. mínútu og Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir bættu svo tveimur mörkum við á síðustu sex mínútum leiksins.

Á lokamínútunni fékk Eyjakonan Linda Björk Brynjarsdóttir að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Valur er á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 9-3. Breiðablik er í 2. sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×