Trump og hlutabréfamarkaðir Lars Christensen skrifar 1. febrúar 2017 10:15 Nú eru liðnar tvær vikur síðan Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna og sá dagur hefur ekki liðið að það sé ekki eins og maður sé að horfa á beina útsendingu á einhverjum klikkuðum raunveruleikaþætti í sjónvarpinu. Og það er mjög auðvelt að ímynda sér að það sé eitthvað verulega athugavert við skilning Donalds Trump á heiminum, og frá sjónarhóli hagfræðinnar er margt sem veldur áhyggjum – sérstaklega verndarsinnuð og fjandsamleg orðræða Trumps í garð innflytjenda. Hins vegar hefur „Trump-þátturinn“ ekki enn valdið neinum meiriháttar viðbrögðum á fjármálamörkuðum heimsins. Reyndar hefur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum verið í lágmarki og eftirtektarverðast er að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur komið vel út – sérstaklega frá því að Trump vann forsetakosningarnar snemma í nóvember og þangað til snemma í desember. Síðan þá hafa markaðir verið býsna flatir, en við höfum sannarlega ekki séð neitt óðagot.Markaðir og upplýsingar Þetta kann að virðast þversagnakennt þegar litið er á stöðugan straum geðveikislegra Twitter-ummæla frá Trump. Þetta gæti hins vegar sýnt að gagnstætt því sem fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, Mogens Lykketoft, sagði eitt sinn þá eru fjármálamarkaðir ekki „hysteriske kællinger“ („móðursjúkar kerlingar“). Reyndar endurspegla fjármálamarkaðir yfirleitt allar fáanlegar opinberar upplýsingar um ástand tiltekins hagkerfis, en ekki bara nýjustu gölnu athugasemdir einhverra stjórnmálamanna. Yfirleitt segjum við að þrír þættir ákvarði hlutabréfaverð. Í fyrsta lagi ákvarðast verð hlutabréfa af væntingum um allan framtíðarhagnað fyrirtækja. Í öðru lagi ákvarðast hlutabréfaverð af því sem hagfræðingar kalla áhættulausa vexti. Það er að segja hver væri arðsemi annarra fjárfestinga en hlutabréfa – gjarnan ávöxtun ríkisskuldabréfa. Ef ávöxtun skuldabréfa hækkar hættir hlutabréfaverði til að lækka. Í þriðja lagi er það áhættuvilji fjárfesta – ef fjárfestar fara að óttast áhættuna hefur hlutabréfaverð tilhneigingu til að lækka. Aðgerðir og stefnumál Trumps geta haft áhrif á alla þessa þrjá þætti og til að skilja hvað er um að vera varðandi hlutabréf er þetta greiningin sem maður þarf að ráðast í frekar en að álykta: „Maðurinn er snarvitlaus og þess vegna verð ég að selja hlutabréfin mín“ (þótt það sé vissulega freistandi ef maður er svo vitlaus að fylgjast með Trump á Twitter).Óttast verndarstefnu Ef við lítum á hagnaðinn ættum við í raun að líta á langtímahagvöxt í bandaríska hagkerfinu og útflutningsmarkaði Bandaríkjanna. Er stefna Trumps líkleg til að auka verga landsframleiðslu í Bandaríkjunum – ekki bara núna heldur einnig löngu eftir að hann hættir sem forseti? Það er mjög erfitt að svara því en það er augljóst að sum stefnumál hans – sérstaklega verndarstefna hans og tillögur gegn innflytjendum – munu hafa neikvæð áhrif á bandarískan (og alþjóðlegan) hagvöxt. En þetta verður að bera saman við sum þeirra stefnumála sem gætu aukið hagvöxt – meðal annars afnám reglna og skattalækkanir. Að öllu samanlögðu óttast ég sjálfur mest verndarstefnu hans og tillögur gegn innflytjendum, en um leið efast ég um að áhrif þessara tillagna muni vara í til dæmis 10 eða 15 ár. Reyndar er alls ekki víst að þessar tillögur komi til framkvæmda (vonandi ekki!). Ég er sannarlega enginn aðdáandi Donalds Trump og ég er ekki sérlega bjartsýnn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn í augnablikinu. En þegar höfuð mitt er að springa af reiði vegna verndarstefnu Trumps og stöðugra árása á innflytjendur lít ég á hlutabréfamarkaðinn og það hjálpar mér að setja hlutina í samhengi. Þegar allt kemur til alls, því ætti ég að vera betur í stakk búinn að spá fyrir um aukinn hagnað bandarískra fyrirtækja næstu 20-30 árin en „viska fjöldans“ hjá fjárfestum á hlutabréfamörkuðum heimsins? Svo við skulum vona að markaðirnir hafi rétt fyrir sér!Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Nú eru liðnar tvær vikur síðan Donald Trump sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna og sá dagur hefur ekki liðið að það sé ekki eins og maður sé að horfa á beina útsendingu á einhverjum klikkuðum raunveruleikaþætti í sjónvarpinu. Og það er mjög auðvelt að ímynda sér að það sé eitthvað verulega athugavert við skilning Donalds Trump á heiminum, og frá sjónarhóli hagfræðinnar er margt sem veldur áhyggjum – sérstaklega verndarsinnuð og fjandsamleg orðræða Trumps í garð innflytjenda. Hins vegar hefur „Trump-þátturinn“ ekki enn valdið neinum meiriháttar viðbrögðum á fjármálamörkuðum heimsins. Reyndar hefur óstöðugleiki á fjármálamörkuðum verið í lágmarki og eftirtektarverðast er að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur komið vel út – sérstaklega frá því að Trump vann forsetakosningarnar snemma í nóvember og þangað til snemma í desember. Síðan þá hafa markaðir verið býsna flatir, en við höfum sannarlega ekki séð neitt óðagot.Markaðir og upplýsingar Þetta kann að virðast þversagnakennt þegar litið er á stöðugan straum geðveikislegra Twitter-ummæla frá Trump. Þetta gæti hins vegar sýnt að gagnstætt því sem fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, Mogens Lykketoft, sagði eitt sinn þá eru fjármálamarkaðir ekki „hysteriske kællinger“ („móðursjúkar kerlingar“). Reyndar endurspegla fjármálamarkaðir yfirleitt allar fáanlegar opinberar upplýsingar um ástand tiltekins hagkerfis, en ekki bara nýjustu gölnu athugasemdir einhverra stjórnmálamanna. Yfirleitt segjum við að þrír þættir ákvarði hlutabréfaverð. Í fyrsta lagi ákvarðast verð hlutabréfa af væntingum um allan framtíðarhagnað fyrirtækja. Í öðru lagi ákvarðast hlutabréfaverð af því sem hagfræðingar kalla áhættulausa vexti. Það er að segja hver væri arðsemi annarra fjárfestinga en hlutabréfa – gjarnan ávöxtun ríkisskuldabréfa. Ef ávöxtun skuldabréfa hækkar hættir hlutabréfaverði til að lækka. Í þriðja lagi er það áhættuvilji fjárfesta – ef fjárfestar fara að óttast áhættuna hefur hlutabréfaverð tilhneigingu til að lækka. Aðgerðir og stefnumál Trumps geta haft áhrif á alla þessa þrjá þætti og til að skilja hvað er um að vera varðandi hlutabréf er þetta greiningin sem maður þarf að ráðast í frekar en að álykta: „Maðurinn er snarvitlaus og þess vegna verð ég að selja hlutabréfin mín“ (þótt það sé vissulega freistandi ef maður er svo vitlaus að fylgjast með Trump á Twitter).Óttast verndarstefnu Ef við lítum á hagnaðinn ættum við í raun að líta á langtímahagvöxt í bandaríska hagkerfinu og útflutningsmarkaði Bandaríkjanna. Er stefna Trumps líkleg til að auka verga landsframleiðslu í Bandaríkjunum – ekki bara núna heldur einnig löngu eftir að hann hættir sem forseti? Það er mjög erfitt að svara því en það er augljóst að sum stefnumál hans – sérstaklega verndarstefna hans og tillögur gegn innflytjendum – munu hafa neikvæð áhrif á bandarískan (og alþjóðlegan) hagvöxt. En þetta verður að bera saman við sum þeirra stefnumála sem gætu aukið hagvöxt – meðal annars afnám reglna og skattalækkanir. Að öllu samanlögðu óttast ég sjálfur mest verndarstefnu hans og tillögur gegn innflytjendum, en um leið efast ég um að áhrif þessara tillagna muni vara í til dæmis 10 eða 15 ár. Reyndar er alls ekki víst að þessar tillögur komi til framkvæmda (vonandi ekki!). Ég er sannarlega enginn aðdáandi Donalds Trump og ég er ekki sérlega bjartsýnn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn í augnablikinu. En þegar höfuð mitt er að springa af reiði vegna verndarstefnu Trumps og stöðugra árása á innflytjendur lít ég á hlutabréfamarkaðinn og það hjálpar mér að setja hlutina í samhengi. Þegar allt kemur til alls, því ætti ég að vera betur í stakk búinn að spá fyrir um aukinn hagnað bandarískra fyrirtækja næstu 20-30 árin en „viska fjöldans“ hjá fjárfestum á hlutabréfamörkuðum heimsins? Svo við skulum vona að markaðirnir hafi rétt fyrir sér!Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.