Viðskipti erlent

Apple aldrei selt fleiri iPhone-síma

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríski tæknirisinn Apple seldi 78,3 milljón iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi. Apple hefur aldrei selt fleiri iPhone-síma. BBC greinir frá.

Hin gríðarmikla sala gerði það að verkum að fyrirtækið hefur aldrei halað inn jafn miklar tekjur á einum ársfjórðungi og nú, 78,f milljarða dollara. Hefur fyrirtækið aldrei selt jafn margar tölvur og Apple Watch.

iPhone og tengdar vörur eru helsta tekjulind Apple en um tveir þriðju af tekjum Apple verður til vegna iPhone. Er þetta í fyrsta sinn í þrjá ársfjórðunga sem sala á iPhone-símum dregst ekki saman.

Apple kynnti iPhone 7 og iPhone 7 Plus á síðasta ári en ljóst er að símunum hefur verið afar vel tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×