Arnar og Rakel frumsýna Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 11:30 Allur hópurinn er hér í miðjunni. Frá vinstri: Edgar Smári, Rakel, Anna Sigríður, Guðrún Árný, Hófí, Arnar. Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc Eurovision Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir flytja lagið Til mín í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þau stíga á svið í fyrri undankeppninni sem haldin verður í Háskólabíói þann 25. febrúar og er tilhlökkunin mikil. „Við erum virkilega spennt að fá að taka þátt og lofum dúndur performans, enda einvala lið flottra söngvara í þessu atriði,“ segja þau í samtali við Lífið. Lag og texta samdi Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir eða Hófí eins og hún er oftast kölluð. „Ég samdi lagið Til mín fyrir vinkonu mína hana Rakel og manninn minn hann Arnar. Þau höfðu beðið mig reglulega um að semja lag, Rakel í tvö ár en Arnar í þrjú! Úr varð þessi dúett,“ segir Hófí þegar hún var spurð út í það hvernig lag og texti varð til. „Þegar lagið varð til var ég ákveðin í að semja um ástina en mér fannst það kalla á sorg og söknuð enda var mjög stutt síðan afi minn lést. Eftir sat amma sem missti ekki aðeins sinn besta vin og lífsförunaut heldur einnig stóran hluta af sjálfri sér. Þau voru óneitanlega mikill innblástur. Þó textinn sé nokkuð óræður er ljóst að hann fjallar um ástarsorg og aðskilnað. Ástvinurinn birtist í draumi og minningum og því vill sá sem syngur lifa meira í heimi drauma og minninga en að takast á við raunveruleikann. Óskin um að fá ástvininn til baka er sterk þó ljóst sé að það muni ekki gerast. Söngurinn og minningarnar hjálpa aðeins til við að græða hjartasárið þó það muni aldrei gróa að fullu.“ Síðastliðna helgi skellti hópurinn sér í tökur á myndbandi fyrir lagið. „Handritið kom mjög sterkt til mín þegar ég hlustaði á lagið í fyrsta skipti. Ég vissi að sagan þyrfti að vera einföld en djúp og fylgja fegurð lagsins eftir. Í laginu er fjallað mikið um söknuð en ekki endilega missi. Þar af leiðandi langaði mig að fara í gegnum lífsskeiðið og þannig sýna og minna á hve hverfult og dýrmætt lífið er,“ segir Snædís Snorradóttir sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins. Útkoman er virkilega falleg og einlæg og frumsýnir Lífið myndbandið í dag. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: Snædís Snorradóttir. Kvikmyndataka: Dagur de‘Medici Ólafsson. Klipping: Aaron Zarabi. Leikarar: Ísold Orka Egilsdóttir, Baltasar Tindur Björgvinsson, Arne Kristinn Arneson, Saga Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Bergdís Kristjánsdóttir. Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Söngur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Bakraddir: Anna Sigríður Snorradóttir, Edgar Smári Atlason, Guðrún Árný Karlsdóttir og Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Hægt er að fylgjast með hópnum á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc – þar má sjá þau á æfingum, taka coverlög, daglegt flipp og margt fleira skemmtilegt.Facebook: www.facebook.com/arnarrakelescTwitter: @arnarrakelescInstagram: arnarrakelesc
Eurovision Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira