Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 18:51 Strákarnir okkar komust í átta liða úrslit á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00