Endurkoma kóreska uppvakningsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. febrúar 2017 22:45 Chan Sung Jung með "Twister“. Vísir/Getty Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira
Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Sjá meira