Endurkoma kóreska uppvakningsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. febrúar 2017 22:45 Chan Sung Jung með "Twister“. Vísir/Getty Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira