Kóreski uppvakningurinn með frábæra endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. febrúar 2017 06:59 Vísir/Getty Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45