Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru má þróa með ölduspá Svavar Hávarðsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Hefðbundin upplýsingaskilti virðast ekki ná tilætluðum árangri. Fréttablaðið/Vilhelm Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Vegagerðin hefur sett fram þá hugmynd hvort koma ætti upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru sem byggir á ölduspákerfi Vegagerðarinnar. Í krafti kerfisins er mögulegt að spá fyrir um hættustigið á þessum vinsælu ferðamannastöðum nokkra daga fram í tímann. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni, þar sem því er velt upp hvort ekki sé mögulegt að nýta upplýsingarnar sem þegar liggja fyrir til að vara ferðamenn við hættulegum aðstæðum. Hann nefnir að ein leiðin væri að setja upp ljósabúnað sem varaði við hættulegum öldum. Eins mætti hugsa sér að upplýsingarnar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit hafa á staðnum – lögreglu og/eða björgunarsveitum.Sigurður SigurðarsonSigurður segir að hugmyndinni sé varpað fram án þess að það liggi fyrir á hvers verksviði vinna við slíkt verkefni ætti að vera og hvaðan fjármagn til þess kæmi. Hins vegar sé kerfið sem byggja ætti á þegar til staðar hjá Vegagerðinni þó þróun og uppsetning slíks kerfis, og öryggismál ferðamanna, séu ekki beint á verksviði stofnunarinnar. Hættan sem stafar að ferðafólki á umræddum stöðum hefur verið í hámæli um nokkurn tíma. Skemmst er að minnast banaslyss í Kirkjufjöru í byrjun janúar – og ótal tilvika annarra þar sem ferðafólk hefur verið hætt komið. Þá virðist sem hefðbundin upplýsingaskilti dugi ekki til þess að vara við hættunni. Á sama tíma er vitað að aðdráttarafl svæðisins er mikið og sókn ferðamanna þangað mun aukast frekar heldur en hitt. Sigurður segir að mögulegt sé að þróa slíkt kerfi innan kerfisins Veður og sjólag sem rekið er af Vegagerðinni, þar sem öldur af hafi verða reiknaðar upp að ströndinni með hugbúnaði nokkra daga fram í tímann. Til að reikningar öldunnar upp að ströndinni verði sem nákvæmastir sé þó nauðsynlegt að gerðar verði góðar dýptarmælingar framan við ströndina þar sem lögð verði áhersla á að ná þeim botnformum sem hafa áhrif á ölduna. Á þessu stigi sé ekki ljóst hvort báðar fjörur séu jafn útsettar fyrir öll veðurskilyrði. „Því getur verið æskilegt að koma upp viðvörunarkerfi þar sem varað er við hættulegum aðstæðum, kerfi sem getur metið hættustigið hverju sinni. Það þarf að finna út við hvaða aðstæður brim og öldugangur er hættulegur og við hvaða aðstæður það er síður hættulegt,“ segir Sigurður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira