Ég hef verið að berjast of lítið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2017 06:00 Gunnar tekur hér hraustlega á því á æfingu fyrir nýliðna helgi. Hann er heill heilsu og klár í slaginn þegar kallið kemur. fréttablaðið/vilhelm „Maður þarf kannski að gera meira af þessu að vera bara heima og slaka á,“ segir Gunnar Nelson léttur en hann er kominn í níunda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Það sem er áhugavert við stöðu Gunnars á listanum er að hann hefur farið upp um þrjú sæti síðan hann barðist síðast. Hann hefur aldrei verið hærra á listanum en í dag.London gæti kallað Mjölnismaðurinn barðist síðast í maí í fyrra er hann kláraði Rússann Albert Tumenov í annarri lotu. Hann átti að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl,“ segir Gunnar en það var búið að útiloka að hann gæti keppt í London þann 18. mars þar sem kvöldið var orðið fullskipað. UFC hefur nú opnað smá glugga og hugsanlegt að Gunnari verði bætt inn á það kvöld. „Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax.“Ekkert gefið eftir.vísir/vilhelmViðræður við Dong Komist Gunnar ekki inn á bardagakvöldið í London þá er næsta kvöld þar á eftir þann 8. apríl. Það er UFC 210 í Buffalo þar sem bardagi Daniels Cormier og Anthony Johnson er aðalbardagi kvöldsins. „Ég var spenntur fyrir New York-kvöldinu sem er fram undan en ekki alveg eins spenntur fyrir Buffalo. Það er samt eitthvað splunkunýtt, gott kvöld og stutt að fara á austurströndina í Bandaríkjunum. Í rauninni er mér samt alveg sama hvar ég berst,“ segir Gunnar en það hafa verið viðræður um að hann berjist við Dong eftir allt saman. Ef það gengur ekki er okkar maður opinn fyrir hverju sem er og meðal annars bardaga gegn hinum skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone sem er í sætinu fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka honum opnum örmum.“Stefnir á þrjá bardaga Gunnar hafði sett stefnuna á fjóra bardaga á síðasta ári en náði aðeins einum. Árið 2015 barðist hann aðeins tvisvar og þetta eru því aðeins þrír bardagar á síðustu tveimur árum. Hann er ekki að ná nógu mörgum bardögum til þess að klífa enn hærra eins og hann stefnir á að gera. „Þetta er mjög misjafnt eftir mönnum. Þetta er kannski í minna lagi. Ég ætla kannski ekki að segjast ætla að ná fjórum núna en ég set stefnuna á þrjá bardaga á þessu ári. Þessi íþrótt er samt allt öðruvísi en aðrar íþróttir. Þeir sem eru á toppnum eru kannski í mesta lagi að berjast tvisvar á ári en svo eru gæjar sem berjast meira. En það er rétt. Ég hef verið að berjast of lítið á síðustu tveimur árum,“ segir Gunnar Nelson. NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Maður þarf kannski að gera meira af þessu að vera bara heima og slaka á,“ segir Gunnar Nelson léttur en hann er kominn í níunda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Það sem er áhugavert við stöðu Gunnars á listanum er að hann hefur farið upp um þrjú sæti síðan hann barðist síðast. Hann hefur aldrei verið hærra á listanum en í dag.London gæti kallað Mjölnismaðurinn barðist síðast í maí í fyrra er hann kláraði Rússann Albert Tumenov í annarri lotu. Hann átti að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl,“ segir Gunnar en það var búið að útiloka að hann gæti keppt í London þann 18. mars þar sem kvöldið var orðið fullskipað. UFC hefur nú opnað smá glugga og hugsanlegt að Gunnari verði bætt inn á það kvöld. „Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax.“Ekkert gefið eftir.vísir/vilhelmViðræður við Dong Komist Gunnar ekki inn á bardagakvöldið í London þá er næsta kvöld þar á eftir þann 8. apríl. Það er UFC 210 í Buffalo þar sem bardagi Daniels Cormier og Anthony Johnson er aðalbardagi kvöldsins. „Ég var spenntur fyrir New York-kvöldinu sem er fram undan en ekki alveg eins spenntur fyrir Buffalo. Það er samt eitthvað splunkunýtt, gott kvöld og stutt að fara á austurströndina í Bandaríkjunum. Í rauninni er mér samt alveg sama hvar ég berst,“ segir Gunnar en það hafa verið viðræður um að hann berjist við Dong eftir allt saman. Ef það gengur ekki er okkar maður opinn fyrir hverju sem er og meðal annars bardaga gegn hinum skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone sem er í sætinu fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka honum opnum örmum.“Stefnir á þrjá bardaga Gunnar hafði sett stefnuna á fjóra bardaga á síðasta ári en náði aðeins einum. Árið 2015 barðist hann aðeins tvisvar og þetta eru því aðeins þrír bardagar á síðustu tveimur árum. Hann er ekki að ná nógu mörgum bardögum til þess að klífa enn hærra eins og hann stefnir á að gera. „Þetta er mjög misjafnt eftir mönnum. Þetta er kannski í minna lagi. Ég ætla kannski ekki að segjast ætla að ná fjórum núna en ég set stefnuna á þrjá bardaga á þessu ári. Þessi íþrótt er samt allt öðruvísi en aðrar íþróttir. Þeir sem eru á toppnum eru kannski í mesta lagi að berjast tvisvar á ári en svo eru gæjar sem berjast meira. En það er rétt. Ég hef verið að berjast of lítið á síðustu tveimur árum,“ segir Gunnar Nelson.
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira