Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 13:29 Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK. Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK.
Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira