"Woody Allen myndi leika mig í bíómynd“ Ritstjórn skrifar 7. febrúar 2017 20:30 Myndir /Rakel Tómasdóttir Leikkonan Hera Hilmarsdóttir landaði á nýverið aðalkvenhlutverkinu í nýjustu mynd leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, framtíðartrylli sem byggður á bókum Philip Reeve. Hera fór með hlutverk í einni stærstu íslensku mynd síðasta árs, Eiðnum, og að því tilefni tók Glamour hana tali sem tilvalið er að rifja upp vegna nýjustu frétta. Viðtalið birtist fyrst í októberblaði Glamour. Í hverju felst hamingjan? Að lifa í núinu og í einhverri blöndu af aksjón og æðruleysi. Held ég. Til dæmis allavega.Hvað óttast þú mest? Að gleyma ofangreindu.Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Þær eru margar. Amma er til dæmis á þeim lista. Alltaf gott að ræða við fólk sem er búið að ganga í gegnum ýmsa hluti og lifa lífinu.Hvað finnst þér best í eigin fari? Ég stend yfirleitt við það sem ég segi.Hvað finnst þér erfiðast í fari annarra? Vanvirðing fyrir öllu lifandi og þegar fólk stundar það að standa ekki við orð sín eða tekur aldrei af skarið til að standa við eitthvað.Hvað leyfirðu þér sem þú hefur eiginlega ekki efni á? Dýran mat. Ég réttlæti það alltaf með því að maður þurfi náttúrulega að hugsa um heilsuna, heiminn og svona, og maður lifi kannski bara einu sinni.Hvert er uppáhaldsferðalagið þitt? Uppáhaldsferðalögin mín eru yfirleitt upp í bústað hérna á Íslandi.Hver er ofmetnasti mannkosturinn? Algjörlega nokkrir. Eiginleikar til að öðlast og sýna vald byggt á peningum og græðgi. Kannski líka vinir á Facebook eða followers á Instagram og Snapchat. Sigurvegarar líka.Hvenær finnst þér í lagi að ljúga? Þessi spurning fer algjörlega inn á þá pælingahlið í mér sem veltir fyrir sér hvað er veruleiki og hvað ekki. Hvað er sannleikur og hvað ekki. Svo mörg möguleg svör við því sem eiginlega þýðir að ég veit það ekki. Kannski ef dómgreind manns telur að maður virkilega hjálpi einhverjum með því að ljúga og það vegi meira en að segja sannleikann. Og þá er það örugglega lygi sem er meira í hvítlygapakkanum, frekar en í hinum. Og svo er líka merkilegt hvað er lygi fyrir fólki og hvað ekki. Ég ræddi þetta við trúboða í London um daginn, sem gekk ekki of vel, sérstaklega þar sem hann taldi að það væri aðeins einn sannleikur sem einn ákveðinn aðili hefði ákveðið, og sá sannleikur væri bókstaflegur og hefði ekkert með okkar eigin dómgreind eða túlkun að gera. Sem er auðvitað ein pæling. En það var aðallega synd að hann var ekki tilbúinn í neitt debatt eða opinn fyrir einhverju sem kom ekki frá honum sjálfum, sem hann var búinn að greina sem rétt og mælti með sínum eigin orðum. Sem í rauninni er náttúrulega algjörlega andstæða þess sem hann var að boða ef út í það er farið, þar sem hann var að túlka orð einhvers annars fyrir þriðja aðila sem var ég. Ég held sjálf að það felist oft fleiri lygar í þannig sannleika heldur en mörgum öðrum.Hvaða núlifandi manneskja finnst þér óþolandi? Ónefndur útlenskur forsetaframbjóðandi, þó hann sé náttúrulega ekki sá eini sem tikkar við þau box sem hann tikkar við.Hvaða orð eða frasa ofnotar þú? Já, einmitt. Allavega. Whatever.Hverju sérðu helst eftir? Að hafa ekki lifað eftir svari fyrstu spurningar.Hvað eða hver er stóra ástin í lífi þínu? Hún veit það sjálf.Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Fljúga, geta gefið alltaf af mér til fólks í kringum mig eins og um það bil þrjár manneskjur sem ég hef kynnst í lífi mínu geta gert stanslaust, masterað spurningu eitt. Er svona að vinna að þessu öllu.Hverju myndirðu helst vilja breyta við sjálfa þig? Hætta að ofhugsa hlutina og standa betur með ákvörðunum mínum.Hverju myndirðu vilja breyta við fjölskyldu þína? Ég sæi þau oftar.Hvert er þitt mesta afrek? Standa með sjálfri mér og horfast í augu við erfiða hluti.Hvað verður þú í næsta lífi? Spennandi… hef meira pælt í því hvað ég gæti hafa verið en endilega hvað ég verð. Það er algjörlega ný pæling. Kannski tígrisdýr, ef þau verða þá ekki öll útdauð.Hvað er það verðmætasta sem þú átt? Fjölskyldan og vinir, og líka held ég geðheilsan, og svona heilsan yfir höfuð.Hvar myndirðu vilja búa? Úti um allan heim, en alltaf líka á Íslandi.Hvaða starf er virðingarverðast? Að lifa lífinu vel og vandlega.Hver er uppáhalds skáldsagnapersónan þín? Lína Langsokkur og litli prinsinn. Líka margar harðar kvenpersónur í Íslendingasögunum og týpur eins og Jóhanna af Örk, þó svo það fari algjörlega inn á spurninguna um lygarnar sem er ein ástæðan fyrir því að ég fíla hana, og aðrar í gömlu grísku og norrænu goðsögnunum.Hvert er mottóið þitt? Að leyfa sér að vera hræddur. Annars gerir maður aldrei neitt.Hvaða ráð myndir þú gefa 15 ára sjálfri þér? Stattu með sjálfri þér og haltu ótrauð áfram en vittu samt að lífið er ekki Disney heldur meira mögulega Annie Hall, sem segir samt svo mikið að ég er tuttuguogeitthvað ára að gefa þessi ráð, og það sé það sem geri lífið fallegt og þess virði að lifa því.Hver er þín sektarsæla? Held að það sé rugl að vera alltaf með samviskubit yfir góðu hlutunum.Hver myndi leika þig í bíómynd? Kannski bara ég sjálf, ef ég fengi hlutverkið. Eða Woody Allen eða Whoopi Goldberg til dæmis. Kannski Al Pacino líka.Er einhver skartgripur sem þú ert alltaf með og hefur ákveðna þýðingu fyrir þig? Já, ég er til dæmis með hálsmen sem ég fékk í Indlandi á mér af lífsblóminu svokallaða. Svona úr brassi, hringlaga, eins og tíkall.Hvað gerir þú til að einbeita þér? Útiloka allt annað en það sem ég þarf að einbeita mér að. Bókstaflega. Fer samt eftir hvernig einbeiting. Bað er líka gott til að einbeita sér að sjálfum sér, bæði svona í lífinu og líka oft í karaktersköpun finnst mér.Dreymir þig? Já, mjög mikið. Sérstaklega í augnablikinu. Held að undirmeðvitund mín sé í „overdrive“.Hefur þú orðið stjörnustjörf? Jaá… ekki stjörf samt. Meira hugsað „þetta er mjög steikt“ eða haft áhyggjur af því að leikari myndi hugsa „er þetta í alvörunni stelpan sem þið völduð til að leika á móti mér?“.Þegar þú varst yngri, hvað ætlaðir þú að verða? Leikkona, búðarkona, tannlæknir, ferðalangur, fullorðin, mig langaði í spangir, mig langaði í langar neglur, að verða unglingur, mamma, mjög gömul. Glamour Tíska Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour Mæðgurnar Kim og North í stíl í Vetements Glamour Drusluvarningur á innkaupalistann Glamour Diane Kruger sjóðheit í Dior Glamour Verum tilbúin í lægðirnar með stæl Glamour Airwaves 2017: Fjölbreytni á Listasafni Reykjavíkur Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir landaði á nýverið aðalkvenhlutverkinu í nýjustu mynd leikstjórans Peter Jackson, Mortal Engines, framtíðartrylli sem byggður á bókum Philip Reeve. Hera fór með hlutverk í einni stærstu íslensku mynd síðasta árs, Eiðnum, og að því tilefni tók Glamour hana tali sem tilvalið er að rifja upp vegna nýjustu frétta. Viðtalið birtist fyrst í októberblaði Glamour. Í hverju felst hamingjan? Að lifa í núinu og í einhverri blöndu af aksjón og æðruleysi. Held ég. Til dæmis allavega.Hvað óttast þú mest? Að gleyma ofangreindu.Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Þær eru margar. Amma er til dæmis á þeim lista. Alltaf gott að ræða við fólk sem er búið að ganga í gegnum ýmsa hluti og lifa lífinu.Hvað finnst þér best í eigin fari? Ég stend yfirleitt við það sem ég segi.Hvað finnst þér erfiðast í fari annarra? Vanvirðing fyrir öllu lifandi og þegar fólk stundar það að standa ekki við orð sín eða tekur aldrei af skarið til að standa við eitthvað.Hvað leyfirðu þér sem þú hefur eiginlega ekki efni á? Dýran mat. Ég réttlæti það alltaf með því að maður þurfi náttúrulega að hugsa um heilsuna, heiminn og svona, og maður lifi kannski bara einu sinni.Hvert er uppáhaldsferðalagið þitt? Uppáhaldsferðalögin mín eru yfirleitt upp í bústað hérna á Íslandi.Hver er ofmetnasti mannkosturinn? Algjörlega nokkrir. Eiginleikar til að öðlast og sýna vald byggt á peningum og græðgi. Kannski líka vinir á Facebook eða followers á Instagram og Snapchat. Sigurvegarar líka.Hvenær finnst þér í lagi að ljúga? Þessi spurning fer algjörlega inn á þá pælingahlið í mér sem veltir fyrir sér hvað er veruleiki og hvað ekki. Hvað er sannleikur og hvað ekki. Svo mörg möguleg svör við því sem eiginlega þýðir að ég veit það ekki. Kannski ef dómgreind manns telur að maður virkilega hjálpi einhverjum með því að ljúga og það vegi meira en að segja sannleikann. Og þá er það örugglega lygi sem er meira í hvítlygapakkanum, frekar en í hinum. Og svo er líka merkilegt hvað er lygi fyrir fólki og hvað ekki. Ég ræddi þetta við trúboða í London um daginn, sem gekk ekki of vel, sérstaklega þar sem hann taldi að það væri aðeins einn sannleikur sem einn ákveðinn aðili hefði ákveðið, og sá sannleikur væri bókstaflegur og hefði ekkert með okkar eigin dómgreind eða túlkun að gera. Sem er auðvitað ein pæling. En það var aðallega synd að hann var ekki tilbúinn í neitt debatt eða opinn fyrir einhverju sem kom ekki frá honum sjálfum, sem hann var búinn að greina sem rétt og mælti með sínum eigin orðum. Sem í rauninni er náttúrulega algjörlega andstæða þess sem hann var að boða ef út í það er farið, þar sem hann var að túlka orð einhvers annars fyrir þriðja aðila sem var ég. Ég held sjálf að það felist oft fleiri lygar í þannig sannleika heldur en mörgum öðrum.Hvaða núlifandi manneskja finnst þér óþolandi? Ónefndur útlenskur forsetaframbjóðandi, þó hann sé náttúrulega ekki sá eini sem tikkar við þau box sem hann tikkar við.Hvaða orð eða frasa ofnotar þú? Já, einmitt. Allavega. Whatever.Hverju sérðu helst eftir? Að hafa ekki lifað eftir svari fyrstu spurningar.Hvað eða hver er stóra ástin í lífi þínu? Hún veit það sjálf.Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Fljúga, geta gefið alltaf af mér til fólks í kringum mig eins og um það bil þrjár manneskjur sem ég hef kynnst í lífi mínu geta gert stanslaust, masterað spurningu eitt. Er svona að vinna að þessu öllu.Hverju myndirðu helst vilja breyta við sjálfa þig? Hætta að ofhugsa hlutina og standa betur með ákvörðunum mínum.Hverju myndirðu vilja breyta við fjölskyldu þína? Ég sæi þau oftar.Hvert er þitt mesta afrek? Standa með sjálfri mér og horfast í augu við erfiða hluti.Hvað verður þú í næsta lífi? Spennandi… hef meira pælt í því hvað ég gæti hafa verið en endilega hvað ég verð. Það er algjörlega ný pæling. Kannski tígrisdýr, ef þau verða þá ekki öll útdauð.Hvað er það verðmætasta sem þú átt? Fjölskyldan og vinir, og líka held ég geðheilsan, og svona heilsan yfir höfuð.Hvar myndirðu vilja búa? Úti um allan heim, en alltaf líka á Íslandi.Hvaða starf er virðingarverðast? Að lifa lífinu vel og vandlega.Hver er uppáhalds skáldsagnapersónan þín? Lína Langsokkur og litli prinsinn. Líka margar harðar kvenpersónur í Íslendingasögunum og týpur eins og Jóhanna af Örk, þó svo það fari algjörlega inn á spurninguna um lygarnar sem er ein ástæðan fyrir því að ég fíla hana, og aðrar í gömlu grísku og norrænu goðsögnunum.Hvert er mottóið þitt? Að leyfa sér að vera hræddur. Annars gerir maður aldrei neitt.Hvaða ráð myndir þú gefa 15 ára sjálfri þér? Stattu með sjálfri þér og haltu ótrauð áfram en vittu samt að lífið er ekki Disney heldur meira mögulega Annie Hall, sem segir samt svo mikið að ég er tuttuguogeitthvað ára að gefa þessi ráð, og það sé það sem geri lífið fallegt og þess virði að lifa því.Hver er þín sektarsæla? Held að það sé rugl að vera alltaf með samviskubit yfir góðu hlutunum.Hver myndi leika þig í bíómynd? Kannski bara ég sjálf, ef ég fengi hlutverkið. Eða Woody Allen eða Whoopi Goldberg til dæmis. Kannski Al Pacino líka.Er einhver skartgripur sem þú ert alltaf með og hefur ákveðna þýðingu fyrir þig? Já, ég er til dæmis með hálsmen sem ég fékk í Indlandi á mér af lífsblóminu svokallaða. Svona úr brassi, hringlaga, eins og tíkall.Hvað gerir þú til að einbeita þér? Útiloka allt annað en það sem ég þarf að einbeita mér að. Bókstaflega. Fer samt eftir hvernig einbeiting. Bað er líka gott til að einbeita sér að sjálfum sér, bæði svona í lífinu og líka oft í karaktersköpun finnst mér.Dreymir þig? Já, mjög mikið. Sérstaklega í augnablikinu. Held að undirmeðvitund mín sé í „overdrive“.Hefur þú orðið stjörnustjörf? Jaá… ekki stjörf samt. Meira hugsað „þetta er mjög steikt“ eða haft áhyggjur af því að leikari myndi hugsa „er þetta í alvörunni stelpan sem þið völduð til að leika á móti mér?“.Þegar þú varst yngri, hvað ætlaðir þú að verða? Leikkona, búðarkona, tannlæknir, ferðalangur, fullorðin, mig langaði í spangir, mig langaði í langar neglur, að verða unglingur, mamma, mjög gömul.
Glamour Tíska Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Smekkbuxurnar mættar aftur Glamour Mæðgurnar Kim og North í stíl í Vetements Glamour Drusluvarningur á innkaupalistann Glamour Diane Kruger sjóðheit í Dior Glamour Verum tilbúin í lægðirnar með stæl Glamour Airwaves 2017: Fjölbreytni á Listasafni Reykjavíkur Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour