Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2017 19:00 Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana. Conor sagði sjálfur á dögunum að næsti bardagi hans yrði ekki í UFC-búrinu heldur í hnefaleikahringnum. „Þegar kemur að bardaganum sjálfum á ég svolítið erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig þetta verði. Mayweather er auðvitað einn besti boxari allra tíma,“ segir Gunnar en bendir á að það sé ýmislegt sem vinni með vini hans frá Írlandi. „Conor er auðvitað mjög góður boxari. Hann er líka stærri en Mayweather og er örvhentur. Mayweather hefur gengið verst á móti örvhentum boxurum. Þeir sem Mayweather hefur barist við eru allir minni en Mayweather. Conor er aftur á móti með hæðina og faðmlengdina á hann. Ég stend með mínum manni.“ Það er aldrei í myndinni að þeir mætist í MMA-bardaga en Gunnar er með ágætis hugmynd að millileik til þess að jafna bardagann þar sem Conor er með takmarkaða hnefaleikareynslu en hann boxaði áður en hann fór í MMA. „Ég væri til í að sjá þennan bardaga þannig að þeir væru með litla hanska. Myndu boxa með litla hanska. Það er svolítið öðruvísi og þá er Conor kominn aðeins á sinn heimavöll en samt er Mayweather að fá bara að boxa. Það væri glórulaust ef þetta væri eitthvað annað en box. Ef það væru spörk þá væri þetta barnaleikur fyrir Conor.“ Viðtalið við Gunnar má sjá hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið Conor McGregor sendi Floyd Mayweather væna pillu á Twitter í dag. 24. desember 2016 18:00 Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina. 29. janúar 2017 23:30 Dana: Conor er ekki í mínum plönum næstu tíu mánuðina Það gekk mikið á hjá Conor McGregor og UFC á árinu sem er að líða. Samskipti á mill þessara aðila verða lítil næstu mánuðina. 30. desember 2016 16:00 Mayweather: Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki Þó svo Conor McGregor sé búinn að næla sér í hnefaleikaleyfi í Kaliforníu þá segir Floyd Mayweather að þeir séu ekki að fara að berjast. 14. desember 2016 23:45 Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum Bardaginn sem allir vilja sjá gæti orðið að veruleika áður en langt um líður. 12. janúar 2017 09:30 White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. 14. janúar 2017 22:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana. Conor sagði sjálfur á dögunum að næsti bardagi hans yrði ekki í UFC-búrinu heldur í hnefaleikahringnum. „Þegar kemur að bardaganum sjálfum á ég svolítið erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig þetta verði. Mayweather er auðvitað einn besti boxari allra tíma,“ segir Gunnar en bendir á að það sé ýmislegt sem vinni með vini hans frá Írlandi. „Conor er auðvitað mjög góður boxari. Hann er líka stærri en Mayweather og er örvhentur. Mayweather hefur gengið verst á móti örvhentum boxurum. Þeir sem Mayweather hefur barist við eru allir minni en Mayweather. Conor er aftur á móti með hæðina og faðmlengdina á hann. Ég stend með mínum manni.“ Það er aldrei í myndinni að þeir mætist í MMA-bardaga en Gunnar er með ágætis hugmynd að millileik til þess að jafna bardagann þar sem Conor er með takmarkaða hnefaleikareynslu en hann boxaði áður en hann fór í MMA. „Ég væri til í að sjá þennan bardaga þannig að þeir væru með litla hanska. Myndu boxa með litla hanska. Það er svolítið öðruvísi og þá er Conor kominn aðeins á sinn heimavöll en samt er Mayweather að fá bara að boxa. Það væri glórulaust ef þetta væri eitthvað annað en box. Ef það væru spörk þá væri þetta barnaleikur fyrir Conor.“ Viðtalið við Gunnar má sjá hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið Conor McGregor sendi Floyd Mayweather væna pillu á Twitter í dag. 24. desember 2016 18:00 Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina. 29. janúar 2017 23:30 Dana: Conor er ekki í mínum plönum næstu tíu mánuðina Það gekk mikið á hjá Conor McGregor og UFC á árinu sem er að líða. Samskipti á mill þessara aðila verða lítil næstu mánuðina. 30. desember 2016 16:00 Mayweather: Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki Þó svo Conor McGregor sé búinn að næla sér í hnefaleikaleyfi í Kaliforníu þá segir Floyd Mayweather að þeir séu ekki að fara að berjast. 14. desember 2016 23:45 Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum Bardaginn sem allir vilja sjá gæti orðið að veruleika áður en langt um líður. 12. janúar 2017 09:30 White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. 14. janúar 2017 22:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið Conor McGregor sendi Floyd Mayweather væna pillu á Twitter í dag. 24. desember 2016 18:00
Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina. 29. janúar 2017 23:30
Dana: Conor er ekki í mínum plönum næstu tíu mánuðina Það gekk mikið á hjá Conor McGregor og UFC á árinu sem er að líða. Samskipti á mill þessara aðila verða lítil næstu mánuðina. 30. desember 2016 16:00
Mayweather: Conor er að blása reyk upp í rassinn á fólki Þó svo Conor McGregor sé búinn að næla sér í hnefaleikaleyfi í Kaliforníu þá segir Floyd Mayweather að þeir séu ekki að fara að berjast. 14. desember 2016 23:45
Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum Bardaginn sem allir vilja sjá gæti orðið að veruleika áður en langt um líður. 12. janúar 2017 09:30
White býður Mayweather og McGregor tæplega þrjá milljarða fyrir að berjast Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. 14. janúar 2017 22:00