Erlent

May vill ekki nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Bretlands er mótfallinn annarri slíkri atkvæðagreiðslu vegna Brexit. Meirihluti Skota var mótfallinn því að yfirgefa Evrópusambandið en sambandssinnar unnu nauman sigur í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands árið 2014.

55 prósent kusu að vera áfram hluti af Bretlandi en 45 vildu sjálfstæði.

Skoðanakannanir gefa í skyn að bilið hafi minnkað enn meira á síðustu vikum. Þá sýna þær einnig að flestir Skotar vilja ekki aðra atkvæðagreiðslu á þessu ári. Samkvæmt The Courier í Dundee er ríkisstjórn Skotlands að skoða að halda nýja atkvæðagreiðslu.

Reuters hefur nú eftir talsmanni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að hún og ríkisstjórn Bretlands teldi ekki tilefni til að halda nýja atkvæðagreiðslu.

„Það er búið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstöður hennar voru ljósar og löglegar. Báðar hliðar samþykktu að lúta niðurstöðunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×