„Ég mat það svo að það væri ástæða til að halda viðræðum áfram,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sem hefur boðað samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna til sáttafundar í Karphúsinu klukkan 14 í dag.
Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í átta vikur en síðast var fundað í Karphúsinu fyrir viku og var sá fundur árangurslaus.
Spurð hvort hún hafi orðið vör við þýðu í samskiptum samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna svarar Bryndís að hún finni allavega fyrir vilja til að ræða saman. „Þau virðast tilbúin að vinna saman að lausn og þá kalla ég til fundar.“
Bryndís segist hafa fylgst vel með deiluaðilum síðustu vikuna og nú sé komið að þeim tímapunkti að boða til fundar. Hún segir deiluaðila hafa fundað sín á milli síðustu daga en til að mynda funduðu Félag vélstjóra og málmtæknimanna með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi á þriðjudag.
„Það hafa einhver samtöl átt sér stað.“
„Þau virðast tilbúin að vinna saman að lausn“

Tengdar fréttir

Páll segir það dagaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að grípa inn í verkfall sjómanna
„Fólk vítt og breitt um landið er að missa lífsviðurværi sitt.“