Byggja hótel á Sjallareitnum á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 11:36 Byggt verður hótel á Sjallareitnum á Akureyri. Já Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Í tilkynningu frá Íslandshótelum kemur fram að hótel verði með allt að 120 herbergjum en hótelið verður rekið undir nafni Fosshótela. Við opnun hótelsins verða til 40 til 50 stöðugildi. Framkvæmdin fer fram í tveimur áföngum og er stefnt að því að þeim fyrri verði lokið árið 2018. Byrjað verður á því að byggja við Sjallann en húsið verður síðan rifið.Sjá einnig: Sjallinn á Akureyri verður rifinn „Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans,“ segir í tilkynningu Íslandshótela en hana má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela. Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans. Það er mikill vaxtarbroddur í ferðamennsku á Norðurlandi en spáð hefur verið allt að 20% fjölgun ferðamanna á þessu ári. Íslandshótel taka þátt í uppbyggingunni á svæðinu og sem dæmi var Fosshótel Húsavík nýlega endurbætt verulega og er nú orðið að stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands. Þessi gríðarlega aukning ferðamanna fyrir Norðan hefur aðallega verið yfir sumartímann en vetrarferðamennskan hefur átt erfiðara uppdráttar. Líklegt er að auknar flugsamgöngur, opnun á Vaðlaheiðargöngunum og Demantshringnum árið 2018 muni verða til þess að Norðurlandið verði eftirsóttur kostur fyrir ferðamenn yfir verartímann. Íslandshótel eru að leggja sitt að mörkum til að efla Norðurlandið sem áfangastað allt árið. Fyrirhugað að hið nýja hótel verði að hluta skíðahótel sem mun án efa hafa jákvæð áhrif á vetrarferðir fyrir landssvæðið en Norðurlandið býður upp á mestan fjölda af skíðasvæðum á Íslandi. Framkvæmdin, sem verður í höndum Beka ehf, fer fram í tveimur áföngum þar sem þeim fyrri verður lokið 2018. Bygging hótelsins mun verða góð innspýting fyrir vinnumarkaðinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi mun starfa við framkvæmdina sjálfa auk þess sem við opnun hótelsins munu verða til um 40-50 starfsgildi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjallinn á Akureyri verður rifinn en lokaballið hefur þó ekki verið haldið enn Íslandshótel búin að kaupa húsið. 27. júlí 2016 22:27 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Í tilkynningu frá Íslandshótelum kemur fram að hótel verði með allt að 120 herbergjum en hótelið verður rekið undir nafni Fosshótela. Við opnun hótelsins verða til 40 til 50 stöðugildi. Framkvæmdin fer fram í tveimur áföngum og er stefnt að því að þeim fyrri verði lokið árið 2018. Byrjað verður á því að byggja við Sjallann en húsið verður síðan rifið.Sjá einnig: Sjallinn á Akureyri verður rifinn „Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans,“ segir í tilkynningu Íslandshótela en hana má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela. Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans. Það er mikill vaxtarbroddur í ferðamennsku á Norðurlandi en spáð hefur verið allt að 20% fjölgun ferðamanna á þessu ári. Íslandshótel taka þátt í uppbyggingunni á svæðinu og sem dæmi var Fosshótel Húsavík nýlega endurbætt verulega og er nú orðið að stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands. Þessi gríðarlega aukning ferðamanna fyrir Norðan hefur aðallega verið yfir sumartímann en vetrarferðamennskan hefur átt erfiðara uppdráttar. Líklegt er að auknar flugsamgöngur, opnun á Vaðlaheiðargöngunum og Demantshringnum árið 2018 muni verða til þess að Norðurlandið verði eftirsóttur kostur fyrir ferðamenn yfir verartímann. Íslandshótel eru að leggja sitt að mörkum til að efla Norðurlandið sem áfangastað allt árið. Fyrirhugað að hið nýja hótel verði að hluta skíðahótel sem mun án efa hafa jákvæð áhrif á vetrarferðir fyrir landssvæðið en Norðurlandið býður upp á mestan fjölda af skíðasvæðum á Íslandi. Framkvæmdin, sem verður í höndum Beka ehf, fer fram í tveimur áföngum þar sem þeim fyrri verður lokið 2018. Bygging hótelsins mun verða góð innspýting fyrir vinnumarkaðinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi mun starfa við framkvæmdina sjálfa auk þess sem við opnun hótelsins munu verða til um 40-50 starfsgildi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjallinn á Akureyri verður rifinn en lokaballið hefur þó ekki verið haldið enn Íslandshótel búin að kaupa húsið. 27. júlí 2016 22:27 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Sjallinn á Akureyri verður rifinn en lokaballið hefur þó ekki verið haldið enn Íslandshótel búin að kaupa húsið. 27. júlí 2016 22:27