Er alltaf að setja sér áskoranir Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. janúar 2017 10:00 Hildur verður á fullu núna næstu mánuðina við ýmist að hugleiða, teygja, syngja og ferðast. Vísir/Stefán „Ég elska áskoranir og mér finnst geðveikt gaman að gera eitthvað sem ég býst við að geta ekki, það er svona mín pæling. Ég er líka alltaf að setja mér áskoranir hvort sem er, þannig að það er mjög fínt að gera það núna með öðru fólki, það er fínt að fá peppið sem því fylgir,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona sem ekki bara stendur í ströngu við að undirbúa sitt framlag til Söngvakeppninnar um þessar mundir heldur er hún einnig að undirbúa þátttöku sína í meistaramánuði.Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt? „Ég hef tekið þátt tvisvar áður, en þá í bæði skiptin var ég svolítið mikið að fókusa á að breyta mataræðinu, en núna hef ég verið vinna svo mikið í að breyta mataræðinu mínu, að markmiðin tengjast ekki mataræði í þetta sinn, þó að ég ætli auðvitað að halda áfram að borða hollt. En í síðasta skiptið var fókusinn minn bara þar, þannig að núna er þetta svolítið öðruvísi.“ Hildur hefur einmitt leyft fólki að fylgjast með breyttu mataræði á bloggsíðunni sinni hipaleo.com.Hvernig gekk að halda þetta út síðast? „Tja, ég held að í bæði skiptin hafi ég „beilað“ eftir um þrjár vikur, ég náði minnir mig ekki að halda út allar vikurnar. En núna eftir tvö feiluð skipti er þriðja skiptið augljóslega „the charm“.Munu markmiðin þín nýtast þér í Söngvakeppninni? „Já, ég ætla að bæta fimleikum inn í atriðið, held að það selji fólki þetta – síðan tek ég líklega hugleiðslu á sviðinu áður en ég byrja að syngja,“ svarar Hildur hlæjandi. Aðspurð hvað annað sé á döfinni deilir hún með blaðamanni að hún sé um þessar mundir að klára EP- plötu og að hún komi út á næstu mánuðum, án þess að vilja greina nánar frá hvenær nákvæmlega það verði. Einnig er Hildur á leiðinni til Slóvakíu að spila, en þar á hún aðdáendahóp og kom sú uppgötvun henni skemmtilega á óvart. Hildur er með þrjú aðalmarkmið, þau eru:1. Byrja að hugleiða á hverjum degi. „Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera mjög lengi. Ég held að það myndi hjálpa mér mjög mikið.“2. Ég ætla að reyna að verða liðugri. „Kannski svolítið opið markmið, en ég er ógeðslega stirð og ég ætla til dæmis að reyna að ná höndunum niður í gólf standandi með beina fætur, ég bara get það ekki núna, til þess er ég allt of stirð. Ég ætla að gera smá jóga daglega og teygjuæfingar sem hjálpa mér að liðka mig. Ég er alveg dugleg í ræktinni en ég er ekki nógu dugleg að teygja,“ segir Hildur en svarar, spurð hvort hún eigi ekki bara að fara alla leið og þjálfa sig upp í að geta dottið í splitt, að hún telji mánuð kannski eilítið of stuttan tíma í það. Gott og vel.3. Vakna í síðasta lagi klukkan átta á hverjum morgni. Ég er svolítið mikil B-manneskja og þar sem ég er að vinna sem tónlistarkona þá þarf ég oft ekkert að vakna sjúklega snemma og ræð dögunum mínum sjálf en ég finn það alltaf þegar ég þarf að vakna snemma, til dæmis ef ég er að fara til tannlæknis eða eitthvað þannig, að þá verða dagarnir mínir miklu betri þannig að ég ætla að prófa hvort ég geti alltaf vaknað klukkan átta. Meistaramánuður Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Ég elska áskoranir og mér finnst geðveikt gaman að gera eitthvað sem ég býst við að geta ekki, það er svona mín pæling. Ég er líka alltaf að setja mér áskoranir hvort sem er, þannig að það er mjög fínt að gera það núna með öðru fólki, það er fínt að fá peppið sem því fylgir,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona sem ekki bara stendur í ströngu við að undirbúa sitt framlag til Söngvakeppninnar um þessar mundir heldur er hún einnig að undirbúa þátttöku sína í meistaramánuði.Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt? „Ég hef tekið þátt tvisvar áður, en þá í bæði skiptin var ég svolítið mikið að fókusa á að breyta mataræðinu, en núna hef ég verið vinna svo mikið í að breyta mataræðinu mínu, að markmiðin tengjast ekki mataræði í þetta sinn, þó að ég ætli auðvitað að halda áfram að borða hollt. En í síðasta skiptið var fókusinn minn bara þar, þannig að núna er þetta svolítið öðruvísi.“ Hildur hefur einmitt leyft fólki að fylgjast með breyttu mataræði á bloggsíðunni sinni hipaleo.com.Hvernig gekk að halda þetta út síðast? „Tja, ég held að í bæði skiptin hafi ég „beilað“ eftir um þrjár vikur, ég náði minnir mig ekki að halda út allar vikurnar. En núna eftir tvö feiluð skipti er þriðja skiptið augljóslega „the charm“.Munu markmiðin þín nýtast þér í Söngvakeppninni? „Já, ég ætla að bæta fimleikum inn í atriðið, held að það selji fólki þetta – síðan tek ég líklega hugleiðslu á sviðinu áður en ég byrja að syngja,“ svarar Hildur hlæjandi. Aðspurð hvað annað sé á döfinni deilir hún með blaðamanni að hún sé um þessar mundir að klára EP- plötu og að hún komi út á næstu mánuðum, án þess að vilja greina nánar frá hvenær nákvæmlega það verði. Einnig er Hildur á leiðinni til Slóvakíu að spila, en þar á hún aðdáendahóp og kom sú uppgötvun henni skemmtilega á óvart. Hildur er með þrjú aðalmarkmið, þau eru:1. Byrja að hugleiða á hverjum degi. „Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera mjög lengi. Ég held að það myndi hjálpa mér mjög mikið.“2. Ég ætla að reyna að verða liðugri. „Kannski svolítið opið markmið, en ég er ógeðslega stirð og ég ætla til dæmis að reyna að ná höndunum niður í gólf standandi með beina fætur, ég bara get það ekki núna, til þess er ég allt of stirð. Ég ætla að gera smá jóga daglega og teygjuæfingar sem hjálpa mér að liðka mig. Ég er alveg dugleg í ræktinni en ég er ekki nógu dugleg að teygja,“ segir Hildur en svarar, spurð hvort hún eigi ekki bara að fara alla leið og þjálfa sig upp í að geta dottið í splitt, að hún telji mánuð kannski eilítið of stuttan tíma í það. Gott og vel.3. Vakna í síðasta lagi klukkan átta á hverjum morgni. Ég er svolítið mikil B-manneskja og þar sem ég er að vinna sem tónlistarkona þá þarf ég oft ekkert að vakna sjúklega snemma og ræð dögunum mínum sjálf en ég finn það alltaf þegar ég þarf að vakna snemma, til dæmis ef ég er að fara til tannlæknis eða eitthvað þannig, að þá verða dagarnir mínir miklu betri þannig að ég ætla að prófa hvort ég geti alltaf vaknað klukkan átta.
Meistaramánuður Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið