David og Victoria endurnýjuðu hjúskaparheitin Ritstjórn skrifar 31. janúar 2017 12:00 David og Victoria giftu sig árið 1999. Mynd/Getty Í útvarpsviðtali á BBC um helgina sagði David Beckham frá því að hann og Victoria hefðu endurnýjað hjúskaparheitin sín. Ekki er vitað hvenær athöfnin fór fram enda sagði David að hún hefði verið afar lítil og innileg þar sem aðeins sex gestir voru viðstaddir. Athöfnin fór fram á heimili þeirra í London. Hjónin giftu sig árið 1999 og hafa því verið gift í næstum 18 ár. Á þeim tíma var David ein stærsta stjarna enska fótboltans og Victoria ein frægasta kona Bretlands þar sem hún var í stúlknasveitinni Spice Girls. Í dag rekur hún sitt eigið fatamerki á meðan David sér að mestu um börnin og sinnir ýmsum verkefnum. Því er ljóst að margt hefur breyst í lífi þeirra frá því að þau giftu sig fyrst. Mest lesið Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Þetta heitir að slást um föt Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Eins árs gamall á rauða dreglinum Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Prúðbúin á frumsýningu Rocky Horror Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour
Í útvarpsviðtali á BBC um helgina sagði David Beckham frá því að hann og Victoria hefðu endurnýjað hjúskaparheitin sín. Ekki er vitað hvenær athöfnin fór fram enda sagði David að hún hefði verið afar lítil og innileg þar sem aðeins sex gestir voru viðstaddir. Athöfnin fór fram á heimili þeirra í London. Hjónin giftu sig árið 1999 og hafa því verið gift í næstum 18 ár. Á þeim tíma var David ein stærsta stjarna enska fótboltans og Victoria ein frægasta kona Bretlands þar sem hún var í stúlknasveitinni Spice Girls. Í dag rekur hún sitt eigið fatamerki á meðan David sér að mestu um börnin og sinnir ýmsum verkefnum. Því er ljóst að margt hefur breyst í lífi þeirra frá því að þau giftu sig fyrst.
Mest lesið Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Þetta heitir að slást um föt Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour Eins árs gamall á rauða dreglinum Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Prúðbúin á frumsýningu Rocky Horror Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour